Bókun bæjarfulltrúa Á-lista á bæjarstjórnarfundi 17. desember 2010, fjárhagsáætlunar Fjárhaldsstjórnar fyrir árin 2011-2014 og skýrslu sem áætluninni fylgir

Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúi Á-lista lét bóka eftirfarandi á fundi bæjarstjórnar 17. desember og kynnti athugasemdir sínar og Kristínar Fjólu Bergþórsdóttir, varabæjarfulltrúa, í tilefni af kynningu á skýrslu fjárhaldsstjórnar og fjárhagsáætlun til næstu þriggja ára:

Ég hafna aðdróttunum um að bæjarfulltrúar á Álftanesi, bæði fulltrúar Á-lista og D-lista, hafi við sölu veitukerfa og fasteigna og við rekstrarákvarðanir, farið á svig við ákvæði sveitarstjórnalaga. Ég átel Fjárhaldsstjórnina fyrir að leita ekki hagkvæmari leiða fyrir bæjarsjóð varðandi framkvæmdir á miðsvæðinu s.s. með breytingu samninga í stað þess að leggja til sammningsslit við framkvæmdaaðila með stórfelldu tjóni fyrir bæjarsjóð. Við styðjum hinsvegar samninga um endurkaup íþróttamannvirkja af Fasteign og söluhlutafjár sveitarfélagsins í Fasteign, enda samrýmist það tillögu Á-lista frá  janúar 2010.

Við teljum niðurskurð á þjónustu við barnafólk allt of mikinn og tillögu um 5% auka útsvar ranga stefnu við núverandi aðstæður. Í stað þessa álagas og niðurskurðar bar að krefjast frekari leiðréttinga frá Jöfnunarsjóði og semja með kostnaaðarminni hætti um breytingar á uppbyggingu miðsvæðisins. Við teljum að Fjárhaldsstjórnin hafi vanrækt  að vinna að og rökstyðja  frekari jöfnunargreiðslur. Við teljum að greining hennar á háum launakostnaði sem hlutfalli af tekjum rangan. Rekja megi hán launakostnað til íbúasamsamsetningu á Álftanesi,  þar sem börn og unglingar eru miklu hærra hlutfall íbúa en í öðrum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, fremur en hárra launa til starfsmanna.    

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband