Fulltrúar Á-lista mótmæltu leynimakki um framtíð sveitarfélagsins

Bæjarstjórnin á Álftanesi kom saman til vinnufundar í Haukshúsi fimmtudaginn 21. janúar 2010, sbr. 78. fundargerð bæjarstjórnar. Viðfangsefni fundarins var að fjalla um tillögur að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og úrræði bæjarstjórnar til EFS um hvernig ráða eigi fram úr þeim fjárhagsvanda sem sveitarsjóður er kominn í. Það vekur athygli að svo afdrifarík mál skuli aðeins unnin bak luktum dyrum og skjöl og umræða sem þar fer fram er gert að trúnaðarmáli. Tillögum meirihlutans var ekki einu sinni dreift til bæjarfulltrúana fyrir fundinn og minnihlutinn fékk aðeins að sjá þær í kynningu fjármálastjóra og fulltrúa ráðgjafafyrirtækisins KPMG. Allt sem snýr að þeim afdrifaríku ákvörðunum sem í stefnir um framtíð samfélagsins á Álftanesinu er gert að trúnaðarmáli, að svo stöddu, þó svo að stjórnsýsluleg flýtimeðferð sé fyrirsjáanleg eftir fyrstu opnu umræðu í bæjarstjórn 26. janúar. Önnur umræða og loka afgreiðsla í bæjarstjórn er væntanleg u.þ.b. viku síðar í byrjun febrúar.

Hverju sætir þessi hraðferð og af hverju er kappkostað að stilla allri framsetningu fjárhagsvandans upp á versta veg, en ekki minnst á nein tækifæri í stöðunni?

Eins og sjá af bókun fulltrúa Álftaneslistans í 78. fundargerð bæjarstjórnar var kröfu um trúnað, og þar með höft á upplýstri umræðu í samfélaginu, harðlega mótmælt á vinnufundi bæjarstjórnarinnar.

Ég vil hvetja alla til að taka undir með fulltrúunum Sigurði og Kristínu Fjólu og sýna að Álftnesingar láta sig varða framtíð sveitarfélagsins.

Kristinn Guðmundsson


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband