Samþykktir frá fundi Álftaneshreyfingarinnar, þann 24. mars

Á fundi Álftaneshreyfingarainnar, 24. maí s.l., var borin upp tillaga um áherslur í vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu í Sveitarfélaginu Álftanes og varðandi þær sameiningarviðræður, við önnur sveitarfélög, sem samningur við eftirlitsnefnd og síðar fjárhaldsstjórn á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins gerir ráð fyrir.

Áliktanirnar, sem fundurinn samþykkti, eru:

Að fjárhagslegri endurskipulagningu, sem miðar að því aðsveitarfélagið verði rekstrarhæft, verði hraðað og að horfið verði frá fyrirhuguðum stórfelldum niðurskurði í sumar og haust og felld niður auka skattlagning um áramót. Niðurgreiðslur, styrkir og þjónustugjöld verði í samræmi við það sem gerist áhöfuðborgarsvæðinu, sem er eitt atvinnu- og þjónustusvæði. 

Að teknar verði upp könnunarviðræður um sameiningu við Reykjavík og með þeim sleginn tónn um stærri og frekari sameiningu áhöfuðborgarsvæðinu öllu.

Helsta samningsmarkmið, í viðræðum við Reykjavík, verði að Álftnesingar njóti góðrar nærþjónustu, svo sem í skóla-, æskulýðs-, félags- og menningarmálum og að áfram verði unnið að uppbyggingu „Græns miðbæjar" og vistvæns atvinnusvæðis og fylgt eftir áherslum Álftaneshreyfingarinnar í umhverfismálum og um verndun strandsvæða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband