Á-listinn vill könnunarviðræður við Reykjavík

Ánægjulegt að Dagur er jákvæður að fara í viðræður við Álftanes og aukna samvinnu á höfuðborgarsvæðinu öllu. Á-listinn á Álftanesi hefur lagt til í bæjarstjórn þar að teknar verði upp könnunarviðræður við Reykjavík um sameiningu meðan að sjálfstæðismenn á Álftanesi vilja láta viðræður við pólutíska samherja sína, sem alltaf hafa stjórnað Garðabæ, vera í forgangi. Rök Á-listans fyrir því að könnunarviðræður við Reykjavík eigi að hafa forgang eru þau að miklu líklegra sé að Reykvíkingar komi jákvæðir að uppbyggingu nærþjónustu á Álftanesi en Garðbæingar. Líklegt er að ef Á-listinn fær gott brautargengi í komandi kosningum, að könnunarviðræður við Reykjavík fari af stað strax í júní. SK
mbl.is Álftanes óskar eftir sameiningarviðræðum við Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband