Ótímabær skoðanakönnun

SM andlitsmynd

Sigurður Magnússon skrifar:

Álftaneshreyfingin hefur gagnrýnt skoðanakönnun sem fram á að fara um sameiningarmálin á laugardag og telur hana ótímabæra þar sem fjárhagslegri endurskipulagningu er ekki lokið.

En þar sem ákveðið var að framkvæma könnunina er lámarkskrafa að íbúarnir geti merkt við sjálfstætt, sjálfbært sveitarfélag ef fjárhagsendurskipulagningin og samningar um leiðréttingu á jöfnunargreiðslum tækjust við ríkisvaldið, í stað þess að reikna ekki með þeim möguleika. Markmið Fjárhaldsstjórnarinnar er að gera samfélagið rekstrarhæft, ekki að sameina það öðru sveitarfélagi. Þessari  tillögu Á-lista, að íbúarnir ættu framangreindan valkost var hafnað af meirihlutanum.

Það er svo athygli vert að með sýnishorni af kjörseðli  þar sem íbúum er boðið að merkja við það sveitarfélag sem það kýs helst að sameinast, fylgja engar upplýsingar um skýra  valkosti s.s. hvernig einstök önnur sveitarfélög vildu reka nærþjónustu á Álftanesi.

Mun í sameinuðu sveitarfélagi t.d. verða nýtt mötuneyti fyrir Álftanesskóla, byggður gervigrasvöllur, þjónustumiðstöð fyrir aldraða, og munu  Álftnesingar fá matvörubúð, bakarí, lyfjabúð og atvinnusvæði, eða þurfa þeir áfram að sækja nær alla nærþjónustu í nágrannabæi? Engar upplýsingar eru um þetta, sem hljóta þó fyrst og fremst að ráða vali um sameiningu og hvaða annað sveitarfélag er valið sem kostur til sameiningarviðræðna.

Athygli vekur að tafla yfir þjónustugjöld fylgir sýnishorni af kjörseðli, ruglingsleg og illa marktæk. Reyndar skiptir það litlu máli, enda breyta viðkomandi bæjarstjórnir þjónustugjöldum einu sinni til tvisvar á ári, s.s. um áramót og á haustin. Hver er tilgangurinn? Þykir viðeigandi að velja miðað við gjöld í dag sem geta t.d. verðið allt önnur næsta haust? Skammsýni meirihlutans er sláandi, sem dæmi um hvað framsetmningin er ruglingsleg má lesa;

  • að Frístundargjöld séu lægst í Hafnarfirði,
  • að leikskólagjöld séu lægst í Reykjavík og líka skólamáltíðir lægstar í Reykjavík,
  • að heimagreiðslur séu hæstar í Kópavogi og Reykjavík,
  • að útsvar og fasteignagjöld séu lægst á Seltjarnarnesi
  • að fasteignagjöldin séu í öðru sæti í Reykjavík,
  • að daggæslu niðurgreiðslur, íþróttastyrkir og sorpgjöld séu hliðstæð í sveitarfélögunum.

Fyrir efnahagshrunið sem valdið hefur Álftanesi stórfelldu tjóni voru þjónustugjöld tengd börnum og skólastarfi með því lægsta á Álftanesi og ættu ef fjárhagsendurskipulagningin nær árangri að geta orðið hliðstæð og í nágrannasveitarfélögunum.

Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúi Á-lista 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband