Ótímabær skoðanakönnun - tæpur helmingur íbúanna samþykkir sameiningu

Skoðanakönnunin var ótímabær, þar sem ekki er lokið fjárhagslegri endurskipulagningu bæjarsjóðs, en markmið með endurskipulagningunni er að gera Álftanes rekstrarfært á ný eftir mikið áfall í efnahagshruninu. Óánægja var með framkvæmd könnunarinnar og kann það að skýra slaka þátttöku, en aðeins rúmlega 60% kosningabærra íbúa svöruðu spurningunum, -en kosningaþátttaka á Álftanesi er að jafnaði um 90%. Meirihluti bæjarstjórnar felldi tillögu Á-lista um að í spurningavagninum gæfist íbúunum kostur á að merkja við „sjálfstætt sveitarfélag á Álftanesi eftir fjárhagslega endurskipulagningu“, þegar búið væri að létta af íþyngjandi  álögum.  Margir Álftnesingar hljóta að undrast þessa óbilgjörnu afstöðu meirihlutans sem ekki verður skýrð öðruvísi en að þau hafi verið að reyna að „hanna“ niðurstöðuna fyrirfram.

Nú liggur fyrir að 48% íbúanna, eða minnihluti kosningabærra Álftensingar hefur svarað sameiningu játandi við þessar sérkennilegu aðstæður. Engum ætti að koma það á óvart þegar íbúarnir búa við íþyngjandi skattaálögur og niðurskurð sem bæjaryfirvöld settu á um áramót. Það sem er helst fréttnæmt við könnunina er að nærri því sami fjöldi svarenda telur Reykjavík álitlegar sameiningarkost, eins og Garðabæ, þrátt fyrir það að D-listinn hafi undanfarið leint og ljóst verið að undirbúa semeiningu Álftaness við Garðabæ.

 


mbl.is Flestir Álftnesinga vilja sameinast Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband