Á-listi talar fyrir viðreisn í stað kyrrstöðu

SigurðurSorglegt hvernig D-listinn og L-listinn starfa á lokasprettinumÁ-listinn er íbúaframboð og er fólk úr öllum flokkum og óflokksbundið á listanum og í baklandi framboðsins. Framboðið er fyrst og fremst, eins og áður, mótvægi við D-listann sem lengst af hefur ráðið málum á Álftanesi. Vonandi draga framboð S og B-lista ekki verulega úr árangri Á-listans, enda eru t.d. margir kjósendur Samfylkingar í landsmálum stuðningsmenn Á-lista á Álftanesi. Formaður og varaformaður Samfylkingarfélagsins á Álftanesi skipa þannig m.a. sæti á listanum. Mest er um vert, þrátt fyrir að margir listar séu í boði, að Á-listinn fái gott brautargengi í kosningunum. Á-listinn hefur kynnt málefnalegar tillögur,bæði varðandi kröfur á Ríkisvaldið um leiðréttingu á greiðslum frá Jöfnunarsjóði og tillögu um að ríkið kaupi hlutafé sveitarfélagsins í Fasteign og verði andvirðið notað til að kaupa íþróttamiðstöðina. Á-listinn vill halda áfram framkvæmdum á miðsvæðinu, sem gefa bæjarsjóði nýjar tekjur, meðan D-listinn stöðvar þær. Á-listinn hefur líka sett fram samningsmarkmið í áformuðum viðræðum um sameiningu og valið Reykjavík sem viðræðuaðila. Í öllum þessum stóru málum er stefna D-listans misvísandi og óljós.Þrátt fyrir þá ágjöf sem Á-listinn fékk á síðasta ári kemur hann nú fram með glæsilegt framboð og kynnir fjölda nýrra stuðningsmanna í 40 manna baklandi listans, eða þá sem gefa kost á sér til starfa í nefndum. Við frambjóðendur Á-lista finnum fyrir stuðningi fyrir áframhaldandi hægri uppbyggingu, atvinnu og viðreisn, í stað kyrrstöðu og svartsýni D-listans. Íbúarnir gera sér líka betur grein fyrir ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á efnahagshruninu eftir útkomu Rannsóknarskýrslu Alþingis og um leið hvernig hrunið fór illa með bæjarsjóð Álftaness. En nú á síðustu dögum kosningabaráttunnar er engu líkara en forysta D-listans og oddviti L-lista séu farnir að örvænta. Nú síðast með því kæra til sveitastjórnaráðuneytis, lántökur vegna framkvæmda á síðasta ári. Kæran er tilefnislaus, enda allar lántökur bæjarsjóðs sumarið 2009 í samræmi við fjárhagsáætlun og samþykktir bæjarstjórnar.Það er sorglegt þegar stjórnmálaumræða breytist í róg og persónuníð. Íbúar Álftaness geta vandað um fyrir þeim sem þannig starfa með öflugum stuðningi við Á-listan á laugardaginn.Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúi Á-lista og fyrrum bæjarstjóri

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband