Eiga Álftnesingar að sameinast nágrannasveitarfélagi?


KG

Álftnesingarfengu mánaðar frest

Álftnesingum var kynnt mat á fjárreiðumsveitarfélagsins 17. desember s.l. Vandi sveitarfélagsins var málaður afardökkum litum á fundinum og enginn annar kostur settur fram í stöðunni annar enað leggja niður sveitarfélagið með sameiningu, t.d. við Garðabæ. Samningur EFSog bæjarstjórnar gerir ráð fyrir um auknum álögum á íbúana, stórfelldumniðurskurði á þjónustu og mánaðar umþóttunartíma til að leita lausna á fjárhagsvandanum.Til að brúa þann tíma var miðlað fyrirframgreiðslu úr jöfnunarsjóði. Það er athyglivert að engin áhersla er á að hraða úrskurði um það hvort ríkinu beri skyldatil að leiðrétta skarðan hlut sveitarfélagsins, í samræmi við þær kröfur semfyrrverandi bæjarstjóri kynnti viðeigandi aðilum um vorið 2009. Þetta sætirfurðu því skýrslan, sem unnin var af þessu tilefni, sýnir fram á að greiðslurúr jöfnunarsjóði hafa ekki dugað til að jafna aðstöðu Álftnesinga miðað viðnágrannasveitarfélögin síðan ákveðið var að grunnskólakennsla fyrir allaárganga færi fram í Álftanesskóla, þ.e. árið 2002. Samkvæmt landslögum berríkinu þó að jafna aðstöðumun sveitarfélaga til að sinna lögboðinni fræðslu. Reiknireglajöfnunarsjóðs sveitarfélaganna hefur ekki dugað til að jafna þann aðstöðumunsem er á Álftanesi, en rekja má uppsafnaðan fjárhagsvanda sveitarfélagsins aðstórum hluta til útgjalda til fræðslumála. Mat jöfnunarsjóðsins ræður ekki viðóvenjulega stöðu mála á Álftanesi, þ.e. hve hátt hlutfall íbúanna er á grunnskólaaldriog að tekjur sveitasjóðs eru einungis af útsvari og fasteignagjöldum afíbúðarhúsnæði. Í þessu sambandi er vert að minna á eftirfarandi ályktun, semsamþykkt var á fundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í maí 2009:„Stjórn SSH telur ástæðu til að hraðað verði endurskoðun á reglum jöfnunarsjóðsog að gerðar verði leiðréttingar svo aðstöðumunur einstakra sveitarfélaga verðijafnaður enn frekar en nú er. Við endurskoðun reglnanna verði sérstaklega hugaðað stuðningi við sveitarfélög með einhæfa tekjustofna og samfélög þar semhlutfall barna og unglinga er hátt.”

Orsök fjárhagsvandans er því fyrst og fremstdæmalaust hröð fólksfjölgun á Álftanesi á undangengnum árum. Íbúafjöldinn hefurtvöfaldast fyrir hvern áratug frá 1970 og það kallar á öra uppbygginguþjónustumannvirkja. Lengi hefur verið ljóst að útsvarsgreiðslur fasteignagjöldaf íbúðarhúsnæði duga rétt fyrir hefðbundnum útgjöldum til fræðslumála ogfélagslegrar þjónustu. Þá er lítið sem ekkert afgangs til að byggja upp þáaðstöðu sem nútímafólki þykir sjálfsagt að sé til staðar í hverri heimabyggð.Fé þurfti til að stækka grunnskólann, byggja leikskóla og frístunda- ogíþróttaaðstöðu og títtnefnda sundlaug, sem kom í stað ónýtrar laugar. Fyrst ístað var hægt að selja eignir, en það dugði skammt og leysir ekki rekstrarvandasveitarsjóðs. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp án annarra tekna, t.d. afatvinnuhúsnæði. Endurnýjun sundlaugar, sem að þriðjungshluta þjónar semskólamannvirki er samt ekki óráðsía. Glæsileg sundlaug með góðri líkamsræktaraðstöðueykur líkur á að hér byggist upp önnur þjónusta og atvinnustarfsemi, í þægileguog aðlaðandi umhverfi innan höfuðborgarsvæðisins. Um þetta var enginnágreiningur í bæjarstjórn árið 2007 og fagaðilar gáfu grænt ljós áframkvæmdina. Að halda því á lofti nú að sundlaugin sé orsök slæmrar stöðusveitarfélagsins er mikil einföldun og þjónar þeim eina tilgangi að reyna aðbreiða dulu yfir langa sögu uppsafnaðs fjárhagsvanda.

Í grófum dráttum rakið jukust skuldirsveitarfélagsins úr 0,65 milljarða í 1,6 milljarð á s.l.  kjörtímabili, eins og kemur fram í ársuppgjöri2006, vegna ákvarðana og framkvæmda sem voru að mestu lokið er Álftaneslistinn tókvið stjórnartaumunum. Skuldaaukningin var mest vegna stækkunar grunn- ogleikskóla, stækkunar á sal íþróttahússins og kaupa á hluta lands undirmiðsvæði. Árið 2007 urðu litlar breytingar á skuldastöðunni. Svo bætist við annarmilljarður, fyrst og fremst vegna kaupleigusamnings við Fasteign ehf. á sundlaugarbyggingunni,byggingar vallarhúss, grunnframkvæmda vegna áformaðrar stækkunar grunnskólans ogvegaframkvæmdar að þjónustukjarna á miðsvæði. Loks bólgnuðu skuldirsveitarsjóðs vegna gengisbreytinga í kjölfar bankahrunsins um rúmlega einn milljarð.Vandinn er vissulega stór, en að hann sé afleiðing óráðsíu af hálfu Álftaneslista er ófyrirleitinn og ósannur málflutningur.

Myndin sýnir breytingar skulda og eigna frá ári til árs í SveitarfélaginuÁlftanesi. Áberandi aukning skulda er afleiðing örar fjölgunaríbúa frá aldamótum og byggingu leikskóla, stækkun grunnskóla ogíþróttamannvirkja. Eignir hafa verið seldar til að stemma stigu viðskuldasöfnun. Markvisst var stefnt að uppbyggingu atvinnureksturs á Álftanesitil að fjölga tekjulindum, en við bankahrunið fóru þær áætlanir úr böndum. Salalóða á miðsvæði var og er enn vænlegasta leiðin til að rétta stöðusveitarsjóðs. 

Tölurnar eru fengnar úr endurskoðuðum ársreikningum og fjárhagsáætlun2009.   

 

Mannvænt og fjárhagslegasjálfstætt samfélag á Álftanesi ersamnefnari þeirra markmiða sem Álftaneslistinn kynnti fyrirsveitarstjórnarkosningarnar 2006 og í tillögum um skipulag er tekið mið afsérstöðu Álftaness á höfuðborgarsvæðinu. Álftnesingar geta státað af mörgu góðuí þessum efnum. Hér er góður grunnskóli, tónlistaskóli og leikskólar. Þess utaner mikil gróska í fjölbreyttu félagsastarfi, sem sveitarstjórnin hefur hvatttil með samstarfssamningum og öðrum fyrirgreiðslum. Á nesinu eru stór opinlandsvæði umhverfis byggðarkjarnann, fjöldi tjarna og víðáttumikil og líttröskuð fjara. Umhverfið stendur undir miklu fuglalífi. Til Álftaness má rekjafjölmarga þræði í sögu lands og þjóðar, frá þjóðveldi til lýðveldis, m.a. til Bessastaðasem var um aldir aðsetur fulltrúa konungsvaldsins og þar var líka vaggasjálfstæðisbaráttu og vísindarannsókna á Íslandi. Bæði náttúran og sagan hefurmikið aðdráttarafl og það liggur beint við að nýta þessa sérstöðu og styrkja ísessi, um leið og reynt er laða að atvinnustarfsemi sem samrýmist framtíðarsýnÁlftnesinga um sveit í borg. Margir sjá tækifæri í þeirri staðreynd að árlega komamilli 60 og 100 þúsundir ferðamanna í skipulögðum ferðum út á Álftanes,aðallega til að sjá Bessastaði. Að mati ráðgjafaþjónustu KPMG, sem birt var íviðskiptaáætlun sem unnin var fyrir Samtök áhugafólksum menningarhús (SÁUM), má hafa góðar tekjur af þjónustu við ferðamennef tilhlýðileg aðstaða er byggð. Sérstaða sveitarfélagsins gæti þannig gagnastsamfélaginu fjárhagslega og jafnframt orðið hvati fyrir íbúana til að fara velmeð það sem nesið hefur upp á að bjóða. Álftaneslistinn hefur beitt sér fyrirþví að umrædd áætlun nái fram að ganga og ítrekað kynnt hana fyrir stjórnvöldumtil að sækja þaðan liðsinni. Viðkvæðið hefur verið að það sé ekki spurninghvort, heldur hvenær hugmyndin komi til framkvæmda. Auk kynningar á Bessastöðumog sögu þjóðarinnar fyrir ferðamenn, er áformað að reka safnakennslu fyrirskólanemendur yfir vetramánuðina, gera út á listsýningar og bjóða aðstöðu tilveislu- og ráðstefnuhalds.

Stuðla má að framgangi þessa alls með því aðsýna frumkvæði í samræmi við yfirlýsta stefnu. Umhverfisvænar áherslur ísveitarfélaginu og rétt kynning laðar gjarnan að fyrirtæki sem eru tilbúin tilað taka þátt í og styðja það að framtíðarsýnin verði að veruleika. Arkitektasamkeppninum nýtt skipulag miðsvæðis, sem Álftaneslistinn hlutaðist til um, var skref íátt að framangreindum markmiðum. Þar er gert ráð fyrir staðsetningu menningar-og náttúruseturs, ásamt þeirri grunnþjónustu sem þarf að vera innan seilingarþar sem atvinnustarfsemi kemur sér fyrir. Þess utan var gert ráð fyrir að valinsvæði verði vernduð til frambúðar, til að tryggja sérstöðu Álftaness áhöfuðborgarsvæðinu. Umræddar hugmyndir falla vel að gildandi aðalskipulagifyrir Álftanes og eru líklegar til að styrkja rekstur sveitarfélagsins þegartil langs tíma er litið. Snilldin við þessi áform er að meðan umhverfið er haftí hávegum er ekki verið að spilla neinu, heldur leita lausna til að bæði meginjóta og vernda. Stefnubreyting og aðgerðir til að gott samfélag þróaðist í ennbetra samfélag voru löngu tímabærar. Nú þegar yfirvofandi er sameiningSveitarfélagsins Álftaness við eitthvert nágrannasveitarfélagið er mikilvægt aðglata ekki þeirri sýn Álftnesingar höfðu mótað sér um mikilvægi nærumhverfisins.Ef semja á um sameiningu er aðalatriðið að tryggja ásættanlega stefnu í þessumefnum, meðan póstnúmerið skiptir litlu máli. Vert er að minnast þess að sameiningbreytir í sjálfu sér engu um þá staðreynd að samfélagið á Álftanesi er ekkirekstrarlega sjálfstæð eining og verður það heldur ekki án þess að nefndum forsendumverði breytt. Eðlilegt er að spyrja: Hver vill taka við ómögum og ef einhver,þá hvers vegna? Skondið er að hugsa til þess að aðeins er liðin rúmlega öld fráþví að Álftaneshreppi var skipt upp í tvö sveitarfélög, Bessastaðahrepp ogGarðahrepp. Ástæðan þá var fyrst og fremst að losa landeigendur undan skyldusveitarsjóðs til framfærslu á fólki sem hafði sest að í Hafnarfirði og hafðiþar aðeins vertíðarbundna vinnu við fiskverkun, sem auðvitað var ekki haldið álofti á þeim tíma. Hver skyldi raunveruleg ástæða áforma um breytingar nú vera?

Engar útfærðarhugmyndir, aðrar en þær sem Álftaneslistinn kynnti fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar,hafa verið lagðar fram um hvernig Sveitarfélagið Álftanes skuli gertfjárhagslega sjálfstætt. Nú vinna fulltrúar Sjálfstæðisfélagsins og MargrétJónsdóttir að tillögum um að leggja niður nánast alla þjónustu við íbúana, aðraen þá sem er lögboðin, jafnframt því að hækka álögur og gjöld. Tillögurnarvirðast þjóna þeim eina tilgangi að Álftnesingar eygi engan annan kost en aðleggja árar í bát og biðla til Garðbæinga um að taka við forræði samfélagsins ogoki sínu. Sama myndlíkingin á við um nefndan hóp sem steig fram á völlinn oglýsti sér sem starfhæfum meirihluta! Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því aðÁlftnesingar séu þær lyddur að samþykkja slíka uppgjöf. Uppbygging hæfilegraratvinnustarfsemi er sem fyrr það sem koma þarf til að samfélagið standi undirkröfum nútíma samfélags. Góð byrjun væri að samþykkja verndun Skerjafjarðarinnan marka sveitarfélagsins og festa þannig í sessi markmið þeirrarviljayfirlýsingar sem umhverfis- og menntamálaráðherra, ásamt bæjarstjóraÁlftaness, skrifuðu undir 8. apríl 2009. Í viljayfirlýsingunni er kveðið á umstuðning ráðuneytanna við uppbyggingu og rekstur upplýsinga- ogþjónustumiðstöðvar fyrir væntanlegt verndarsvæði á Álftanesi. Jafnframt væriráð að hætta þrasi og sameinast um það sem jákvætt er, í stað þess að ógilda gerðasamninga um framkvæmdir á miðsvæðinu og draga þannig úr líkum á að á nesinuþróist fjárhagslega sjálfstætt samfélag sem getur sinnt óskum íbúanna. Ofthefur verið vísað í óskir sveitunganna með orðunum „sveit í borg” og nú er aðkallandiað verja þann draum.

Í lokin er áréttað að ekki var flanað að neinu íþví sem meirihluti Á-lista kom til leiðar. Starfað var samkvæmtstefnuyfirlýsingum og fagaðilar fengnir til að meta í hverju tilfelli hvortkostnaðarsöm áform og framkvæmdaráætlanir samrýmdust hagsmunum sveitarfélagsinsog fjárhagslegri getu áður en endanlegar ákvarðanir voru teknar. Eins og víðastvoru viðmiðin önnur árið 2007. Vel færi á því að tillögur um hagræðingar írekstri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu yrðu metnar á jafn faglegan hátt ––  bæði fjárhagslegur ávinningur og gæði borinsaman við samþykkt markmið. Ef leggja á niður Sveitarfélagið Álftanes ætti aðskoða kosti þess að sameina skipulag og rekstur alls höfuðborgarsvæðisins. Innlimunsamfélagsins á Álftanesi í eitthvert nágrannasveitarfélagið breytir litlu í þvísamhengi sem tillagan um sameining hefur verið stillt og hætt við að litiðverði á nesið sem kjörið svæði fyrir þéttingu byggðar o.s.frv. í skjóli frekarihagræðingar.  Ég hvet Álftnesinga og aðrasem er annt um að varðveita það sem nesið hefur að bjóða fólki áhöfuðborgarsvæðinu til að spyrna við fótum. Mikilvægt er ......

AðÁlftnesingar og aðrir sem verða spurðir um ótímabæra sameiningu Álftanes viðeitthvað nágrannasveitarfélagið hafni öllum tillögum um sameiningu og krefjastþess í stað að fyrst verði gert samkomulag um sameiginleg framtíðaráform ogáætlun samþykkt um hvernig að þeim áformum verði staðið – óásættanlegt er aðkjósa fyrst um samruna og sjá svo til um framhaldið.

Að ríkiðkomi til móts við sanngjarna kröfu um jöfnun aðstöðu til lögbundinnafræðslumála á Álftanesi, áður en tillaga um að leggja niður sveitarfélagiðverður lögð fram til afgreiðslu.

Að samið verðium aðkomu ríkisins og lán afskrifuð sem rekja má til uppsafnaðs vanda vegnaframangreinds brests á jöfnunargreiðslum, afleiðingar hækkunar á höfuðstóliþeirra lána í kjölfar bankahruns og sannanlegs kostnaðar vegna þess gjaldþrotssem sveitarfélagið fékk ekki umflúið af framangreindum ástæðum.

Myndin sýnir fjölda íbúa á Álftanesi frá 1965 til2005 og skreytingin er annars vegar línuleg framvinduspá ef ekki er gripiðí taumana og  hins vegar þróun skv.markmiðum Á-listans.

Teikning B.K.

 

 

Kristinn Guðmundsson er fulltrúi Álftaneslista í skipulags- og byggingarnefnd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband