Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Álftaneslaugin opnuð !

barnapottur og rennibraut

Laugardaginn 23 mai var mikil hátíð hér á Álftanesi þegar nýja sunlauginn okkar var opnuð með pomp og prakt.

sundgarparnir Vaka, Birna, Askur (Bjarni), Sigurður og Jón

Sundgarpar miklir stungu sér í laugina og  tóku fyrsta sprettinn þetta voru Askur 4 ára, Vaka 11 ára en hún æfir sund með Firði, Sigurður íþróttamaður Álftaness 2006 en hann æfir sund með Firði, Birna Jóhanna íþróttamaður Álftaness 2008 en hún æfir meðal annars sjósund og Jón sem var fulltrúi eldri borgara. 

 

Fótboltakrakkar sem æfa með UMFÁ vígðu 10 metra háa rennibraut en hún er 80 metrar á lengd og skilst mér að það taki hátt í mínútu að renna sér niður :-) Einnig vígðu þau líka frábæra öldulaug sem var þaulsetinn alla helgina og mikið skríkt og hlegið. Pottahópurinn úr gömlu lauginni tók að sér að vígja heitu pottana en þau mættu á hverjum morgni í gömlu laugina um 07.00 til að fá sér sundsprett og ræða málefni líðandi stundar áður en haldið var til vinnu.  Börn og foreldrar frá foreldramorgnum sóknarinnar mættu gallvösk í barnapottinn og innilaugina.

öldulaug

Mikið líf og fjör var alla helgina í lauginni. Skrækir og galsi heyrðist langar leiðir og mun hljóma áfram:-)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband