Ţađ er dýrt ađ búa á Álftanesi

Elsa Tumi  Elsa Bára og Tumi, í Mbl 

Nú er ađ verđa komiđ hálft ár frá kosningum og enn er allt í lamasessi hér á Álftanesi ţrátt fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar núverandi meirihluta ţ.e. Sjálfstćđismanna og pólitískra viđhengja ţeirra í Fiđrildaframbođinu og Framsóknarflokknum eftir kosningar. Menn voru svo bjartsýnir um framgang mála ađ ţađ var ekki einu sinni gerđ fjárhagsáćtlun fyrir áriđ 2011.   Nú í byrjun október er ekki ađ sjá ađ neitt bóli á sameiningu viđ önnur sveitarfélög og reyndar virđast engar viđrćđur fara fram utan einhverra óljósra ţreifinga viđ Garđabć. Engin samningsmarkmiđ hafa veriđ kynnt. Engar tilkynningar um gang mála hafa sést á heimasíđu sveitarfélagsins. Af hverju eru menn ađ laumupokast svona? Á síđasta bćjarstjórnarfundi sem haldinn var 29. 09  eftir gott sumarfrí voru sameiningarmál ekki einu sinni á dagsskrá. Hvađ á ţađ ađ ţýđa? á fundum međ starfsfólki sitja  bćjarfulltrúar eins og verstu lúpur og setja upp mildan og mćđulegan og segjast skilja en hafa engin svör.


Sitja kjörnir fulltrúar međ hendur í skauti og bíđa eftir ađ hlutirnir gerist af sjálfu sér eđa er oddviti Sjálfstćđismanna einfaldlega of upptekinn viđ ađ sćkja um bćjarstjórastörf í öđrum sveitarfélögum til ađ geta fylgt málum eftir? Af hverju hefur ekkert veriđ rćtt viđ borgaryfirvöld í Reykjavík sem ţó lýstu yfir sérstökum vilja til ađ kanna sameiningarmál viđ Álftanes í vor?  Margir skemmtilegir möguleikar myndu augljóslega opnast viđ slíka sameiningu bćđi gagnvart Reykvíkingum og Álftnesingum.  Sú stóraukna skattheimta sem Sjálfstćđismenn standa fyrir hérna á Álftanesinu umfram ţađ sem ađrir landsmenn mega ţola er farin ađ bíta allhressilega, margir sem geta fariđ, fara. Ađrir ţreyja ţorrann bundnir í átthagafjötra. Verst stendur barnafólkiđ:

Skólamáltiđ í Álftanesskóla kostar nú kr. 468. í Hafnarfirđi kostar máltíđin kr.  272 og í Reykjanesbć kr. 242 og í Reykjavík kostar maturinn víđast kr. 250 svo dćmi séu tekin.
Engin niđurgreiđsla er í tónlistarnám eđa ađrar tómstundir barna og unglinga. Tónlistarnám fyrir grunnskólanema í tónlistarskóla Álftaness kostar 84.000 yfir veturinn fyrir tvćr 25 mín. kennslustundir  á viku (sem hafa veriđ styttar úr 30 mínútum frá síđasta skólaári).
Engin frístundakort eru eins og ţekkist í nágrannasveitarfélögunum og forráđamenn barna sem stunda íţróttir eđa tómstundir utan Álftaness ţurfa ađ greiđa ţađ ađ fullu án styrks eđa niđurgreiđslu frá sveitarfélaginu og sem dćmi má nefna ađ fimleikaástundun 7 ára nemanda í íţróttafélagi í Hafnarfirđi kostar um 90.000 kr. yfir skólaáriđ.

Ađgerđarleysi, skortur á framtíđarsýn og dođi er ţađ sem íbúar Álftaness ţurfa síst á ađ halda um ţessar mundir og ţví skorum viđ á bćjaryfirvöld ađ reka af sér slyđruorđiđ og láta verkin tala.

Höfundar eru Elsa Bára Traustadóttir sálfrćđingur og Tumi Kolbeinsson kennari    


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband