Framtíðarsýn íbúa á Álftanesi - heyrist rödd þín?

Dreifblöðungi með hvatningu um að halda á lofti framtíðardraumi Álftnesinga, skoðunum íbúanna á íbúaþingum sem efnt var til við endurskoðun aðalskipulags fyrir Álftanes 2005 - 2024, var komið í fjöldapóst fimmtudaginn 11. febrúar og dreift í öll hús á Álftanesi. Skilaboðin eru líka aðgengileg hér í viðhengi, neðanmáls. Á bakhlið dreifblöðungsins var prentuð greinin "Vandinn 4 milljarðar en ekki 7", sem lesa má hér á bloggsíðunni.

Álftaneshreyfingin hvetur alla sem vilja beita sér fyrir góðri framtíð samfélags á Álftanesi og sérstöðu byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu að íhuga stefnumál samtakana og málefnalega vinnu til að ná þeim markmiðum sem sett voru fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2006. Samtökin, sem starfar án formlegra tengsla við hefðbundna stjórnmálaflokka, kalla eftir samstöðu þeirra sem vilja að fyrrnefnd framtíðarsýn verði varin og studd í gegnum þá umbrotatíma sem framundan eru.

Hafðu samband sem fyrst og við minnum á að hægt er að senda skilaboð á alftaneshreyfingin@gmail.com

Uppstillingarnefnd Álftaneshreyfingarinnar fyrir sveitastjórnarkosningar 2010 / kg

ATH!                                                                                                            Ákveðið hefur verið að framlengja uppgefinn frest til að senda inn óskir og ábendingar til uppstillinganefndarinnar, á alftaneshreyfingin@gmail.com, fram til miðvikudagsins 17. febrúar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband