Ótímabær skoðanakönnun á Álftanesi

Meirihluti bæjarráðs hafnaði öllum tillögum Á-lista um vandaðan undirbúning fyrir skoðanakönnun um sameiningarmál, eins og lesa má af fundagerð bæjarráðs í dag - http://alftanes.is/stjornsysla/fundargerdir/nr/13687/ , afgreiðsluna og bókanir. Tillögurnar voru:

Tillaga frá Á-lista.

„Bæjarráð samþykkir að fresta skoðanakönnun um viðhorf íbúa Álftaness til sameiningar þar til lokið er endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins og þar til frekari upplýsingar liggja fyrir um kosti sameiningar við einstök sveitarfélög s.s. með tilliti til nærþjónustu. Vanda þarf líka gerð spurninga og leita álits sérfróðra aðila um gerð og framsetningu þeirra, og kynna þær íbúum með hæfilegum fyrirvara.“

Afgreiðsla: Hafnað 2:1 fulltrúi Á-lista á móti.
 

Tillaga frá Á-lista:

„Bæjarráð samþykkir að í „spurningavagninum“ sem íbúar svara í fyrirhugaðri skoðanakönnun um sameiningarmál n.k. laugardag verði hægt að merkja við eftirfarandi valmöguleika:

Sjálfstætt sveitarfélag á Álftanesi, ef fjárhagsleg endurskipulagning sem nú er unnið að og samningar við ríkisvald leiða til þess að sveitarfélagið geti verið sjálfbært og hægt sé að aflétta nýsamþykktum auka-sköttum og hverfa frá boðuðum niðurskurði.“

Afgreiðsla:Hafnað 2:1, fulltrúi Á-lista á móti.

Álftaneshreyfingin átelur harðlega þessi viðvaningslegu vinnubrögð meirihlutans og varar við því að það er vandmeðfarið að meta niðurstöður sem fengnar eru með fljótræði og við óeðlilegar aðstæður - því álítum við skoðanakönnunina ótímabæra.

f.h. bæjarmálaráðs Álftaneshreyfingar / kg


mbl.is Áhugi Álftnesinga á sameiningu kannaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við Álftensingar höfum nú fengið að kynnast ,,vel undirbúinni'' skoðanakönnun þar sem leitað var til ,,sérfróðra aðila'' við gerð spurninganna'. Sú skoðanakönnun var gerð að undirlagi þáverandi meirihluta Á-lista til að kanna hug íbúanna varðandi nýtt miðabæjarskipulag, sem tilvera Á-listans grundavallaðist á í upphafi kjörtímabilsins. Þar var framsetning spurninga með þeim hætti að erfitt var að svara á annan hátt en meirihlutanum þóknaðist.  Við erum sem betur fer búin með þennan kafla Sigurðar Magnússonar og vonandi kemur hann aldrei aftur!

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 23:31

2 identicon

Í póstkassa minn var að berast kynning á umræddri skoðanakönnun, kynning sem líka hefur verið birt á vefsíðu sveitarfélagisns (sjá hér). Þar kemur fram að íbúum gefst tækifæri á að tjá skoðun sína um hvot rétt sé að sameinast öðru sveitarfélagi og hvaða sveitarfélagi það vill helst sameinast. Ekki er gert ráð fyrir neinum möguleika á að sveitarfélagið geti unnið sig frá þeirri stöðu sem nú er og hefur ítrekað verið haldið að fólki að sé ómöguleg. Um það eru þó ekki allir sammála. Greinilegt er af þeim upplýsingum sem fylgja skoðanakönnuninni að meirihluti bæjarstjórnar og bæjarstjórinn knýja á að íbúarnir meti stöðuna aðeins út frá einu þröngu sjónarhorni - hver býður hagstæðustu skilyrðin fyrir budduna - og í þetta sinn er sýndur samanburður gjaldskráa frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er vikið að því hver yrðu framtíðaráform fyrir samfélagið og sveitina eða hvað nefnd sveitarfélög eru tilbúin að samþykkja af nærþjónustu fyrir íbúana. Skammsýnin er alger - eða vita menn ekki að gjaldkrám er breytt u.þ.b. árlega.

Kristinn Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband