Forkastanleg vinnubrögð meirihlutans á Álftanesi

Kristinn Guðmundsson skrifar:

Í póstkassann minn var að berast kynning á umræddri skoðanakönnun, kynning sem líka hefur verið birt á vefsíðu sveitarfélagisns (sjá hér). Þar kemur fram að íbúum gefst tækifæri á að tjá skoðun sína um hvot rétt sé að sameinast öðru sveitarfélagi og hvaða sveitarfélagi hver og einn vill helst sameinast.

Ekki er gert ráð fyrir möguleika á að sveitarfélagið. og "starfhæfur meirihluti" eins og núverandi meirihluti kynnti sig, geti unnið sig frá þeirri stöðu sem nú er og hefur ítrekað verið haldið að fólki að sé ómöguleg. Um þetta eru þó alls ekki allir sammála. Greinilegt er af þeim upplýsingum sem fylgja skoðanakönnuninni að meirihluti bæjarstjórnar og bæjarstjórinn knýja á að íbúarnir meti stöðuna aðeins út frá einu þröngu sjónarhorni - hver býður hagstæðustu skilyrðin fyrir budduna - og í þetta sinn er sýndur samanburður gjaldskráa frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er vikið að því hver yrðu framtíðaráform fyrir samfélagið og sveitina eða hvað nefnd sveitarfélög eru tilbúin að samþykkja af nærþjónustu fyrir íbúana.

Markmiðið er augljóst, sækja rökstuðning fyrir áformum um sameiningu, og skammsýnin alger - eða vita menn ekki að gjaldkrám er breytt u.þ.b. árlega.

Hver er svo akkur sameiningar í stað þess að verða við kröfu um leiðréttingu greiðslna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, eins og fulltrúar Á-listans hafa bent á. Byggðin á nesinu verður alveg jafn fjárhagslega ósjálfstæð eftir sameiningu og afleiðingin sú að þá þarf að sækja það fé sem upp á vantar í einn sveitarsjóð einhvers nágrannans í stað þess að sækja það úr sameiginlegum jöfnunarsjóði landsmanna. Er tregða samgöngumálaráðuneytis til að afgreiða kröfu um endurskoðun greiðsla úr Jöfnunarsjóðnum vísbending um að sjóðurinn er eyrnamerktur landsbyggðinni, til að rétta stöðuna þar sem fólksfækkun á sér stað - en tekur ekki tillit til vanda þar sem ungt fólk af landsbyggðini velur að setjast að með sýnum börnum á höfuðborgarsvæðinu? Ég get ekki betur séð en að þar með virki Jöfnunarstjóður gegn markmiði samgönguráðuneytisins um að fækka sveitarfélögum á landsvísu.

Kristinn er fulltrúi Á-lista í skipulags- og byggingarnefnd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband