Af eignarhaldi íþróttamannvirkja

Bergur Sigfússon skrifar: 

Á síðasta íbúafundi sem bæjarstjóri hélt í íþróttahúsinu spunnust nokkrar umræður á eignarhaldi á íþróttamannvirkjum. Spurt var hvort sveitarfélagið myndi eiga íþróttamannvirkin að loknum 30 ára leigutíma. Sigurður Magnússon, svaraði því játandi þannig að sveitarfélagið ætti íþróttamannvirkin í gegnum eignarhald sitt í Eignarhaldsfélaginu Fasteign (EFF). Mátti heyra á sumum fundarmönnum að þeim fyndist bæjarstjórinn fyrrverandi vera með útúrsnúning þarna og væri að villa um fyrir fólki. Þessi skýring Sigurðar, að sveitarfélagið eigi laugina að leigutíma loknum er í samræmi við skilgreiningu EFF sbr. texta sem kom fram í kynningarbæklingi frá EFF og fylgir ljósrit úr honum hér að neðan:

fasteign

Það má svo benda á að samkvæmt leigusamningi hefur sveitarfélagið heimild til að kaupa íþróttamannvirkin á fimm ára fresti og jafnframt hafa bæjarfulltrúar Á-listans flutt tillögur á bæjarstjórnarfundum um að taka upp samningaviðræður við Ríkið um sölu hlut Álftaness í EFF og nota andvirðið til að kaupa upp íþróttamannvirkin. Þessari tillögu vísaði D-listi frá í bæjarstjórn en vonandi mun þó ríkisvaldið sjá ástæðu til að gaumgæfa þessa tillögu Á-listans.

Bergur Sigfússon, skipar 12. sæti á lista Álftaneshreyfingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband