Fjölskyldudagur í fjörunni
13.5.2010 | 23:47
Á-listinn verður með fjölskyldudag í fjörunni við Bakka á laugardaginn, 15. maí.
Dagskráin hefst klukkan 13 með u.þ.b. klukkustundar göngu og skoðunarferð, með leiðsögn tveggja sjávarlíffræðinga, út í Eyvindastaðahólmann.
Að því loknu verður stutt ávarp, boðið upp á leiki og grillað. Veðurspáin er góð til útiveru, stemningin verður notaleg og allir eru velkomnir.
Eftir dagskránna í fjörunni er gestum og gangandi boðið að kíkja við á kosningarskrifstofu Álftaneshreyfingarinnar við Breiðumýri, í Bessanum.
Nánari upplýsingar má lesa í dreifiriti, sem borið verður í hús á Álftanesi, en það fylgir með hér naðanmáls í viðhengi, ásamt korti sem sýnir staðsetninguna.
Frambjóðendur á Á-lista
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.5.2010 kl. 14:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.