Sjálfstæðismenn hækka skatta!
14.5.2010 | 14:38
Hrafnkell Tumi skrifar:
Sjálfstæðismenn, sem eru í meirihluta sveitarstjórnar áÁlftanesi, hækkuðu útsvar um 10% og fasteignagjöld um 43% fyrir árið 2010.Þetta gengur þvert á yfirlýsta stefnu flokksins um leiðina út úr þrengingunumen hún er að hækka alls ekki skatta, slíkt leiði til þess að tekjustofnarnirhrynji og kreppan dragist á langinn. Hvernig telja sjálfstæðismenn að annaðgildi á Álftanesi þar sem álögur þeirra bætast ofan á þær sem ríkisstjórnin erað leggja á?
Á sjálfstæðismönnum er það helst að skilja að hroðaleg skuldastaðasveitarfélagsins sé vinstri mönnum að kenna sem höfðu meirihluta frá 2006 til2009. Það eru þó einkum tvö mál sem skýra skuldastöðu sveitarfélagsins. Annaðþeirra er íbúaþróunin, árið 1990 bjuggu skv. Hagstofunni 1082 íbúar áÁlftanesi, árið 2006 voru þeir 2205. Íbúafjöldinn hafði því meira en tvöfaldastá þessum 16 árum. Bærinn átti hins vegar ekki löndin sem byggðin var reist á ogfékk því engar tekjur af lóðasölu. Allan þennan tíma voru sjálfstæðismenn ímeirihluta og það voru sjálfstæðismenn sem stóðu fyrir þessari gríðarlegu ogvanhugsuðu uppbyggingu, sem m.a. lýsir sér í því að engin atvinnustarfsemi er íbænum og því eru allar tekjur af útsvari og fasteignagjöldum. Vegna þessa hefursveitarfélagið þurft að leggja í mikinn kostnað við að byggja upp innviðisamfélagsins, m.a. skólastarf, en sú staðreynd að gott er að ala upp börn áÁlftanesi varð til þess að barnafólk sótti þangað í ríkum mæli. Hin ástæðan eríþróttamannvirki sem bærinn réðist í að byggja, vissulega fjarstæðukenndbygging í ekki stærra sveitarfélagi þótt hún bæti lífsgæði íbúanna mjög. Þessiframkvæmd var hins vegar samþykkt sjö-núll í sveitarstjórn og því einhugur aðbaki framkvæmdanna. Sjálfstæðismenn tala því tungum tveim og sitt með hvorri, allteftir því hvernig vindar blása.
Hrafnkell Tumi Kolbeinsson er 10. maður á Á-lista fyrir sveitastjórnarkosningar 2010
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.5.2010 kl. 11:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.