Er þetta ekki orðið ágætt?

Bergur Sigfússon skrifar.

Fulltrúar meirihlutans hafa verið ötulir við að sýna Álftnesingum rækilega fram á að Álftaneshreyfingin hafi skilið bæjarsjóð eftir algjörlega í rúst og í kjölfarið sé ekki hægt að gera nokkurn skapaðan hlut. Ég veit ekki hvort þessi tækni muni skila einhverju í kassann hjá Sjálfstæðismönnum á kjördag. Einu tvær lausnirnar í fjárhagsmálum sem meirihlutinn hefur upp á að bjóða til að leysa úr hnútnum eru auknar álögur annars vegar og minnkuð þjónusta hins vegar, svo bæta þeir reyndar við að björt verði tíð og blóm í haga ef þeir verði kosnir til valda og til að sinna sameiningarmálum.

Það sem ég skil hins vegar ekki er, hvers vegna hverri einustu tillögu Álftaneshreyfingarinnar til tekjuöflunar er hafnað, allt frá áframhaldandi kleinuhringjasölu í sundlauginni til viðræðna við ríkissjóð um sölu á landi. Hver sem hugmyndin er, NEI, NEI og aftur NEI. Vonandi er þetta ekki ávísun á það samstarf sem þarf að vera á milli bæjarfulltrúa á næstu mánuðum og misserum.

Bergur Sigfússon, 12. sæti Álftaneshreyfingarinnar.


mbl.is Álftanes greiðir ekki fyrir sumarnámskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð búinn að ganga frá álftanesi hættið öllu hér .

stog (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband