Álftaneshreyfingin bloggar
17.1.2009 | 01:01
Nú hefur Álftaneshreyfingin virkjað bloggþráð og er ætlunin að bæjarfulltrúar, fólk af framboðlistanum og nefndarmenn hreyfingarinnar láti móðan mása um þau mál sem brenna á samfélaginu. Hér munu birtast greinar, pistlar, fréttir og tilkynningar frá bæjarmálahópi Álftaneshreyfingarinnar. Hvort sem hér birtast léttar vangaveltur og hugleiðingar um dagleg mál eða harðbeittir stjórnmálapistlar þá vona ég að lesendur síðunnar hafi bæði gang og gaman af. Allt innan siðsamlegra marka. Ég óska ykkur góðra og uppbyggjandi skrifa í framtíðinni. Og þá er bara að byrja!
Sigurbjörn Rafn Úlfarsson - Bæjarfulltrúi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.