Horfum bjartsýn til framtíðar.

Sigurður Magnússon

Ágætu Álftnesingar, gleðilegt nýtt ár og þakka samstarfi á liðnu ári. Í nýsamþykktri fjárhagsáætlun er gætt mikils aðhalds í rekstri sveitarfélagsins sem mun koma niður á ýmsum góðum verkefnum sem missir er af. Samdráttur verður í útgjöldum við flesta málaflokka en  reynt eins og kostur er að hlífa grunnþjónustu og félagsþjónustu. Áætlunin dregur dám af af efnahagshruninu en vonandi er hér um tímabundnar breytingar að ræða. Ábyrgð á hruninu er hjá þeim sem byggðu upp og stýrðu röngu efnahags og peningakerfi. Stjórnvöld þurfa að viðurkenna mistök og hlusti á gagnrýnisraddir. Krafa okkar er að Alþingi og ríkisstjórn finni leiðir til bjargar og tryggi fjárhagsstöðu sveitarfélaganna sem annast stóran hluta hinnar opinberu þjónustu. Þótt fjárhagsvandinn sveitarfélagsins stafi fyrst og fremst af hruni efnahagslífsins er rétt að undirstrika að um langt árabil hafa verið viðvarandi erfiðleikar í fjármálum sveitarfélagsins. Í þessu sambandi er rétt að nefna t.d. að allar skatttekjur koma frá íbúunum og nær engir skattar frá atvinnulífi eins og algengast er í öðrum sveitarfélögum. Þannig tvöfalda t.d nágrannar okkar Garðbæingar fasteignagjaldstekjur sínar með greiðslum frá atvinnulífi. Á þessu þarf að verða breyting á næstu árum til að auðvelda okkur samkeppni á Höfuðborgarsvæðinu um þjónustu við íbúana. Bæjarstjórnin hefur sett sér markmið í þessu efni s.s. með skipulagi miðsvæðisins. Þar er áformað að rísi atvinnulíf sem fellur að markmiðum okkar í umhverfis og félagsmálum., tengt menningu, listum og ferðaþjónustu.

Fræðslu og uppeldimálin, stærsti einstaki málaflokkur hvers sveitarfélags. Algengt er að sveitarfélög nýta u.þ.b. 50-60% skattekna til hans, en hér hjá okkur fara 70% skattteknanna til þessara mála. Samanburði við önnur sveitarfélög er okkur því óhagstæður í þessu efni. Í þessu sambandi vísast til talna úr árbók sveitarfélaganna um rekstur 2007 þar sem m.a. má reikna út að Álftnesingar greiða u.þ.b. 60.000. krónur meira á hvern íbúa til þessa málaflokks en nágrannasveitarfélögin. Á ársgrundvelli nemur þessi mismunur  um 150 milljónum. Ætla má að þessi mismunur stafi fyrst og fremst af því hversu  hlutfall íbúann eða 20%  er hér á skólaaldri meðan algengt hlutfall á höfuðborgarsvæðinu er 12-14%. Jöfnunarsjóður sveitarfélaganna sem ber að jafna aðstöðumun sveitarfélaganna vegna lögbundinnar þjónustu jafnar ekki nægilega þennan mismun. Nú er unnið að skýrslu um málið sem ég mun kynna  Jöfnunarsjóðnum síðar í þessum mánuði og óskað eftir frekari aðkomu sjóðsins. Hér er um að ræða mikilvægt baráttumál Álftnesinga.

Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika er því ástæða til að horfa til framtíðar með bjartsýni og vinna málefnalega og markvisst að því að efla stöðu okkar  fámenna sveitarfélags. Höfum hugfast að við eigum kröftugt ungt samfélag, öflug frjáls félagasamtök og íbúar sem eru áhugasamir um sín nærmálefni. Fagurt umhverfi, með óspilltum strandsvæðum og sjávartjörnum og ríku búsvæði fugla í jaðri höfuðborgarinnar gerir líka búsetukosti hér einstaka og eftirsótta.

 

Sigurður Magnússon, bæjarstjóri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband