Sýning "Frá gráma til gleði" þann 16 apríl

gráma 

Haldin var sýning á þeim fjölmörgu hugmyndum krakkanna í Álftanesskóla, Holtakoti og Krakkakoti að nýju skólasvæði sem unnið verður að í sumar. Greinilegt var að hugarflug þessara flottu barna er alveg frábært! Þarna liggur mikill mannauður okkar Álftnesinga. Þarna mátti sjá ýmsar útfærslur af sígildum leiktækjum svo sem gubburóla og aparóla. Eins mátti sjá nýjungar eins og risastóran svampost sem börnin gætu farið inn í og hoppað og skoppað :-)Það var þó táknrænt fyrir okkar náttúru samfélag að margar tillögurnar innihéldu tré, vatn og ýmsan gróður.Ein tillagan ráð fyrir að gróðurhús væri á svæðinu þar sem börnin gætu ræktað hinar ýmsu plöntur og jurtir. Einnig voru þarna til sýnis plöntur sem börnin á krakkakoti hafa verið að rækta með því að setja steina úr ýmsum ávöxtum í mold. Af þessum steinum hafa svo risið þessar fínu plöntur sem myndu sóma sér vel í slíku gróðurhúsi. Hólar og hæðir voru einnig áberandi en hinn margfrægi mannskaðahól sem nú er horfinnn var ætíð til mikillar skemmtunar. Hann verður þó byggður upp aftur á öðrum stað svo þau geti haldið áfram að renna sér í snjónum! Þetta er frábær vinna sem hefur verið unnin innan skólanna með því flotta starfsfólki sem við eigum þar. Börnin hafa staðið sig stórkostlega og komið hugmyndum sínum á framfæri á glæsilegan hátt.Til hamingju með þessa glæsilegu sýningu og ég hlakka mikið til að sjá hvernig útkoman verður. Margrét Jónsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband