Bókun bæjarfulltrúa Á-lista á bæjarstjórnarfundi 17. desember 2010, fjárhagsáætlunar Fjárhaldsstjórnar fyrir árin 2011-2014 og skýrslu sem áætluninni fylgir
21.12.2010 | 01:09
Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúi Á-lista lét bóka eftirfarandi á fundi bæjarstjórnar 17. desember og kynnti athugasemdir sínar og Kristínar Fjólu Bergþórsdóttir, varabæjarfulltrúa, í tilefni af kynningu á skýrslu fjárhaldsstjórnar og fjárhagsáætlun til næstu þriggja ára:
Ég hafna aðdróttunum um að bæjarfulltrúar á Álftanesi, bæði fulltrúar Á-lista og D-lista, hafi við sölu veitukerfa og fasteigna og við rekstrarákvarðanir, farið á svig við ákvæði sveitarstjórnalaga. Ég átel Fjárhaldsstjórnina fyrir að leita ekki hagkvæmari leiða fyrir bæjarsjóð varðandi framkvæmdir á miðsvæðinu s.s. með breytingu samninga í stað þess að leggja til sammningsslit við framkvæmdaaðila með stórfelldu tjóni fyrir bæjarsjóð. Við styðjum hinsvegar samninga um endurkaup íþróttamannvirkja af Fasteign og söluhlutafjár sveitarfélagsins í Fasteign, enda samrýmist það tillögu Á-lista frá janúar 2010.
Við teljum niðurskurð á þjónustu við barnafólk allt of mikinn og tillögu um 5% auka útsvar ranga stefnu við núverandi aðstæður. Í stað þessa álagas og niðurskurðar bar að krefjast frekari leiðréttinga frá Jöfnunarsjóði og semja með kostnaaðarminni hætti um breytingar á uppbyggingu miðsvæðisins. Við teljum að Fjárhaldsstjórnin hafi vanrækt að vinna að og rökstyðja frekari jöfnunargreiðslur. Við teljum að greining hennar á háum launakostnaði sem hlutfalli af tekjum rangan. Rekja megi hán launakostnað til íbúasamsamsetningu á Álftanesi, þar sem börn og unglingar eru miklu hærra hlutfall íbúa en í öðrum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, fremur en hárra launa til starfsmanna.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Athugasemdir bæjarfulltrúa Á-lista og varabæjarfulltrúa um skýrslu Fjárhaldsstjórnar með fjárhagsáætlun Álftaness 2011-2014
21.12.2010 | 00:59
Inngangur
Skýrsla Fjárhaldsstjórnarinnar með fjárhagsáætlun 2011-2014 er ekki veigamikil sjálfstæð úttekt á fjárhagsstöðu Álftaness, heldur fylgir hún í öllum meginatriðum úttekt Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaganna (ENFS ) frávetrinum 2009. Við þá úttekt gerðum við undirrituð athugasemdir m.a. við framsetningu skulda og skuldbindinga. En í báðum skýrslunum er enginn greinarmunur gerður áskuldbindingum sem verulega íþyngja bæjarsjóði, eins og leiga íþróttamannvirkja, sem við erum sammála skýrsluhöfundum að þurfi að lækka verulega eða aflétta af sveitarfélaginu, eða skuldbindingum sem ekki voru, eða eru, komnar til framkvæmda eins og samningar um þjónustuhús Búmanna hsf. Þessar skuldbindingar eru auk þess í eðli sínu gjörólíkar. Þannig eru skuldbindingarnar við Búmenn hluti framkvæmda á miðsvæðinu og um leið hluti af uppbyggingu sem skilar bæjarsjóði miklum nýjum tekjum og hagræði og styrkir því framtíðarstöðu bæjarsjóðs, -samkvæmt sérfræðimati. Verður það að teljast ámælisvert að Fjárhaldsstjórnin og sama á við um þann meirihluta í bæjarstjórn sem hafa setið eftir að meirihluti Á-lista féll 2009, hafi ekki gert tilraun til annarskonar samninga. Semja þarf um að hægja á eða fresta um stund framkvæmdumog leita að nýjum samstarfsaðilum að framkvæmdinni. Með slíkum samningum má létta á skuldbindingum bæjarsjóðs meðan áhrif efnahagskreppunnar eru dýpst. Fyrir liggur að tjón bæjarsjóðs með riftun samninga við Búmenn hsf. og eins samningum við Ris ehf. um miðsvæðishús og gatnagerð mun kosta bæjarsjóð hundruði milljóna.
Þessi samningsslit munu líka draga úr framtíðartekjum og möguleikum þess að sjálfbært samfélag eða byggðaeining verði rekin á Álftanesi. Rétt er að minna á að viðundirrituð kærðum skipun tveggja af þremur fulltrúum í stjórn ENFS og töldum að hinir kærðu stjórnarmenn gætu ekki með hlutlausum hætti fjallað um fjárhagsvanda Álftaness og hugsanlega sameiningu við annað sveitarfélag. Umræddir tveir nefndarmenn voru í miklum tengslum við bæjaryfirvöld í Garðabæ og / eða höfðu látið í ljós það álit sitt að sveitarfélögin tvö Álftanes og Garðabæ ætti að sameina. Þessir tveir nefndarmenn ENFS eru fyrrum framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem hafði talað fyrir þessari sameiningu á vettvangi sveitarfélaganna og formaður nefndarinnar, sem er fyrrverandi endurskoðandi Garðabæjar. Í framhaldiréði hinn nýi meirihluti D-lista núverandi endurskoðanda Garðabæjar til að aðstoða bæjaryfirvöld í samningum við ENFS. Fróðlegt væri að vita hvort sú ráðning var gerð fyrir- eða með milligöngu sveitastjórnaráðuneytisins sem á þessum tíma leiðbeindi nýjum bæjaryfirvöldum. Þannig voru komnir að samningaborði, beggja megin borðs, tveir endurskoðendur Garðabæjar og fyrrum framkvæmdastjóri Sambandsins, að véla um framtíð Sveitarfélagsins Álftaness. Í framhaldi réðu þeir síðan verktaka, fyrrum samstarfsmann sinn til að gerafjárhagsúttekt. Fjárhagsúttekt þar sem framtíðarskuldbindingar um uppbyggingu miðsvæðis, sem átti að treysta tilvist og fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélagsinsvoru flokkaðar með íþyngjandi skuldbindingum.
Ráðuneytiðkom sér undan að úrskurða í þessu kæru okkar bæjarfulltrúa Á-lista með þeim rökum að ENFS kæmi ekki að eiginlegum sameiningarviðræðum. Þessi röksemdafærsla er veik með tilliti til þess að nefndin mótaði farveg fyrir sameiningarviðræður með samningum við bæjarstjórn Álftaness og réði verktaka til að framkvæma fjárhagsúttekt þá sem við höfum gagnrýnt fyrir einhliða framsetningu á skuldavanda sveitarfélagsins. Í ljós hefur komið að efasemdir okkar um ákvörðun ráðuneytisins voru fyllilega réttmætar, ekki síst eftir að fyrir liggur að verktaki ENFS var í sumar ráðinn til að stjórna sameiningarferlinu við Garðabæ, eins og lesa má um í fundargerðum sameiningarnefndar sveitarfélaganna.
Fullyrðingar ráðuneytisins frá því í vetur um að nefndin kæmi með engum hætti að sameiningarferlinu standast því ekki skoðun. Stjórnsýsla eins og þessi rímar mjög við þau ámæli sem íslensk stjórnsýsla hlaut í rannsóknarskýrslu Alþingis.
Á tveimur stöðum í skýrslunni er látið að því liggja að bæjarfulltrúar á Álftanesi, bæði bæjarfulltrúar D-lista og Á-lista, hafi ekki fylgt ákvæðum sveitastjórnarlaga við sölu veitukerfa, þ.e.a.s.vatnsveitu og fráveitu, sölu fasteigna og eins við rekstur. Þessi meintu ámæli ná til tveggja kjörtímabila eða áranna 2002-2009. Hér ályktar Fjárhaldsstjórnin með öðrum hætti en Ríkisendurskoðun, sem hafði ekki frammi slíkar aðdróttanir ískýrslu sinni á liðnu sumri.
Þessarásakanir eru bornar fram án þess að viðkomandi aðilar hafi fengið tækifæri til að gera athugasemdir og er þessi framsetning skýrsluhöfunda hugsanlega brot á stjórnsýslulögum. Við teljum þessa ályktun Fjárhaldsstjórnarinnar ranga og byggjast á misskilningi eða skorti á upplýsingum og munum rökstyðja það í athugasemdum okkar.
Hér á eftir verða gerðar athugasemdir við helstu missagnir og rangtúlkanir Fjárhaldsstjórnar og eru það tilmæli okkar að athugasemdirnar fylgi skýrslu Fjárhaldsstjórnarinnar þar semhún verður kynnt stjórnvöldum og öðrum. Skammur tími til athugasemda, trúnaðarskylda um efni og umfang skýrslunnar takmarkar athugasemdir okkar, sem væru ítarlegri við aðrar aðstæður.
1. Í skýrslunni er fullyrt að hár launakostnaður ásamt háu hlutfalli barna hafi verið helsta ástæða hærri rekstrarkostnaðar en hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er rétt hvað varðar mikinn kostnað vegna fjölda barna og unglinga á Álftanesi, en um langt árabil hefur fjöldi þeirra sem hlutfall íbúa verið um 30-40% hærri en meðaltal á höfuðborgarsvæðinu. Hinsvegar teljum við það ofsagt að laun á Álftanesi og yfirvinna hafi verið hærri eða almennari en á höfuðborgarsvæðinu. Þannig taka starfsmenn Álftaness flestir laun samkvæmt sömu kjarasamningum og starfsmenn nágrannasveitarfélaganna s.s. starfsmenn skóla og leikskóla og vinnutími og þjónusta þessara stofnana er hliðstæð í öllum sveitarfélögunum.
Þar sem aðeins er einn grunnskóli í sveitarfélaginu er hinsvegar líklegt að eitthvert óhagræði, m.a. í launum geti fylgt, sérstaklega ýmiskonar sérkennslu og valfögum og þá frekar í unglingadeild, eða bekkjumeldri nemenda.
Sama á við um starfsmenn á sviði íþrótta- og félagsþjónustu eða áhaldahúss. Millistjórnendur voru flestir með lægri laun en algengust voru í þessum viðmiðunarsveitarfélögum enda algengast að hærri laun séu við stjórnunarstörf í stærri sveitarfélögunum. Við teljum megin skýringuna á hærri launakostnaði á Álftanesi sem hlutfall tekna, skýrast af því að kostnaður við starfsemi barna og unglinga er miklu hærri á Álftanesi vegna fjölda barna og unglinga þar. Þessi launakostnaður ert.d. árið 2008 u.þ.b. 30% hærri en meðaltal á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt upplýsingum í skýrslunni. Þetta er í samræmi við þá staðreynd að þetta sama ár er heildarkostnaður við fræðslu og uppeldimál u.þ.b. 30 % hærri áÁlftanesi sem hlutfall tekna en á höfuðborgarsvæðinu, en þennan hærri kostnað má að mestu rekja til þess aðfjöldi barna og unglinga sem hlutfallíbúa er samsvarandi eða u.þ.b. 30%.
Finna má þó einstök dæmi um óþarflega mikla yfirvinnu og þá vegna ráðninga í skert stöðuhlutföll sem voru óhagkvæm svo sem á skólasviði sveitarfélagsins. Bæjaryfirvöld voru þó markvisst að vinna að lækkun yfirvinnu í samvinnu við forstöðumenn stofnana á árunum 2007-2008 og var árangurs af því farið að gæta.
Þetta er reyndar staðfest í launatöflu á síðu 9 í skýrslu Fjárhaldsstjórnarinnar þótt þess gæti ekki að öðru leiti í skriflegri umfjöllun hennar. Þannig kemur fram aðhlutfall launa af skatttekjum (ekki heildartekjum vegna óvenjulegra tekna) er hið sama 2006 og 2007, eða 62,6%-62,7%. Óbreytt hlutfall launa þarna sýnir árangur, bæjaryfirvalda undir forystu Á-lista við hagræðingu og eru ein afviðbrögðum nýs meirihluta við hallarekstri ársins 2006. Hafa verður í huga að á árinu 2007 er leikskólinn Holtakot í rekstri heilt ár í stað hálfs árs 2006,unglingadeildin er að fullu komin inn í rekstur 2007, eftir heimflutning úr Garðabæ, en var það ekki í ársreikningum 2006 og stækkað íþróttahús með auknum umsvifum er inn í rekstri ársins 2007, en ekki nema að litlu leiti 2006. Þessarbreytingar á rekstri kölluðu á verulega fjölgun stöðugilda og hefðu að óbreyttu átt að leiða til hækkunar á launahlutfalli. Yfirvinna í öðrum leikskóla sveitarfélagsins hafði verið lækkuð með breyttu ráðningar- vinnuskipulagi þegar Fjárhaldsstjórnin kom að rekstrinum 2009 og í undirbúningi var hliðstæð hagræðing í hinum leikskólanum. Bæjarstjórnarmeirihluti Á-lista 2006-2009 fylgdi í launamálum og vinnutilhögun sömu reglum og gilt höfðu á Álftanesi um árabil og tengist aukning launakostnaðar sem hlutfall tekna á þessu tímabili því ekki breyttum samningum eða vinnufyrirkomulagi.
Ástæða hækkana launaútgjalda er miklu heldur að þungi heimflutnings unglingadeildar Álftanesskóla er að koma fram að fullu á árinu 2007 og árunum þar á eftir, en unglingadeildin var flutt heim samkvæmt ákvörðunbæjarstjórnar á kjörtímabilinu 2002-2006 að tillögu D-listans, -í þremuráföngum haustin 2004, 2005 og 2006, eins er starf á leikskólasviði að vaxa mikið með opnun á nýjum leikskóla.
2. Fjárhaldsstjórnin segir að ekki hafi verið gripið til aðhaldsaðgerða 2006 þegar ljóst var að kostnaður við rekstur var hærri en skatttekjur, heldur hafi kostnaður aukist. Þetta er röng ályktun og nægir í því sambandi að vísa til skýrslu endurskoðenda sveitarfélagsins Grant Thorton með ársreikningi 2006, en þar segir að bæjaryfirvöld hafi gripið til margvíslegra aðgerða til að bæta rekstur. Það er hinsvegar auðveld eftiráspeki að halda því fram eftir efnahagshrunið 2008 að þessar ráðstafanir hafi ekki verið nægilegar eða að sumar þeirra muni vinnast seint og illa vegna breyttara efnahags- og þjóðfélagsaðstæðna. Með sama hætti mætti dæma áætlanagerð og framkvæmdaáform fjölmargra annarra sveitarfélaga, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu og öðrum þenslusvæðum s.s. á Reykjanesi, Árborgarsvæðinu og Austurlandi og reyndar margvíslegar áætlanir og áform ríkisfyrirtækja og ríkisvaldsins fyrir hrun.
Fyrir liggur íl angtímaáætlunum sveitarfélagsins bæði í tíð D-lista frá árinu 2005 og 2006 og meirihluta Á-lista frá haustinu 2006 að bæjarfulltrúar beggja framboðsfylkinga töldu að með uppbyggingu á miðsvæði sveitarfélagsins sköpuðust aðstæður til að treysta tekjustofna og bæta rekstur sveitarfélagsins. Í þessu efni gengu þó áætlanir Á-lista lengra s.s.með verðlagningu byggingaréttar og nýju skipulagi með atvinnureit austan Suðurnesvegar, en nýjar framtíðartekjur vegna atvinnulífs voru áætlaðar um 100 milljónir. Í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á að eftir hrun tókst að selja, í samræmi við viljayfirlýsingar, byggingarétt fyrir u.þ.b. 400 milljónir á miðsvæði sveitarfélagsins. Eins að fjárfestar um sjúkrahótel horfðu til Álftaness haustið 2009 , þótt niðurstaða þeirra síðar hafi verið að reisa umrædda starfsemi í Mosfellsbæ. Hvorutveggja sýnir að uppbyggingaráform bæjarstjórnar voru fyllilega raunhæf við áætlanagerðum framtíðartekjur sem samþykktar voru 2006 og 2007 og síðar og eru enn raunhæf, þrátt fyrir efnahagshrun, þótt nýjar aðstæður muni tefja þróun og uppbyggingu og kalli á endurskoðun fyrri áforma. Þetta er fullyrt með vissu um að þjóðin muni á ný reisa við atvinnuvegi og eflahagsvöxt þótt fyrri þensla komi ekki aftur og fullyrt vegna þess aðbúsetuskilyrði á Álftanesi eru hin bestu á höfuðborgarsvæðinu.
3. Í skýrslunni er viðurkennt að efnahagshrunið olli miklu um fjárhagsvanda Álftaness, en þó skortir á að þetta sé nægilega undirstrikað í skýrslunni. Í því sambandi er rétt að vekja athygli á að beinar afleiðingar gengisfellingar krónunnar 2008 og óðaverðbólgu af þeim sökum ollu bæjarsjóði tjóni á árunum 2008-2009 sem nemur u.þ.b. 1000 milljónum sem koma fram í aukningu skulda. Á sama hátt hækkuðu, núvirtar, leiguskuldbindingar, innan og utan efnahags um u.þ.b.1000 milljónir. Þannig eru afleiðingar efnahagshrunsins u.þ.b.2000 milljónir í aukningu skulda og skuldbindinga. Til samanburðar má geta þessað heildar byggingakostnaður nýrrar Álftaneslaugar var 1000 milljónir. Aðrar afleiðingar efnahagshrunsins eru lækkaðar skatttekjur vegna samdráttar á vinnumarkaði , hækkun aðfanga og versnandi aðstæður til að fylgja eftir fyrri áformum bæjaryfirvalda um fjölgun íbúa og þar með hagræðingu í rekstri stofnana sem þegar var búið að byggja upp s.s. á sviði uppeldis- skóla- og æskulýðsmála. Í skýrslunni er fjallað um aukningu skulda og skuldbindinga og borin saman breyting milli áranna 2005og 2009 og sagt að skuldir og skuldbindingar hafi fimmfaldast sem hlutfalltekna. Þetta er ósanngjarn og tilgangslaus samanburður nema góðar skýringar fylgi með. Við þetta þarf að gera þá athugasemd að hér er miðað við skuldir og skuldbindingar þegar þær eru hæstar vegna veikingar krónunnar. Eins að hluti skuldbindinganna, eða rúmur miljarður, er ekki kominn til framkvæmda, eða virkur, og fellur ekki á bæjarsjóð fyrr en nýjar tekjur hafa skapast vegna hinna skuldbindandi samninga.
Þessar háu skuldatölur líta öðruvísi út ef tekið er tillit til hinna fordæmalausu hækkunar skulda vegna efnahagshrunsins, sem hafa þegar lækkað nokkuð og munu lækka enn frekar síðar. -Tekið tillit til framtíðarskuldbindinga á miðsvæðinu sem leggja grunn að nýjum tekjustofnun. -Tekið tillit til þess að langtímalántökur 2006 voru vegna ákvörðunar bæjarstjórnar 2005 um byggingu á nýjum leikskóla og stækkun íþróttahúss. -Tekið tillit til þess að greiða þurfti með lántökum eða eignasölu þann 320 milljón króna halla sem var á rekstri ársins 2006 og stafaði af ákvarðanatöku fyrri bæjarstjórnar frá árinu 2005. Sé þróun skulda frá 2005 skoðuð í þessu ljósi er skuldaaukning frekar rúmlega tvöföld en fimmföld. Megin þorri skuldanna og skuldbindinganna, að frádregnum hrunskuldum, eru vegna vaxtar samfélags sem þurfti að takast á við stórfellda uppbyggingu þjónustumannvirkja á skömmum tíma og frá 2006, ólíkt árunum frá 2000-2006 við vaxandi verri ytri skilyrði, þ.e.a.s. stórfelldahækkun fjármagnskostnaðar. Við gerum ráð fyrir að hliðstæða tímabundna aukningu skulda og skuldbindinga megi einnig finna í reikningum annarra sveitarfélaga á uppbyggingarskeiði. Ítrekað skal að í öllum langtímaáætlunum frá þessum tíma fyrir hrunið var gert ráð fyrir hraðri uppbyggingu miðsvæðisins, með fjölgun íbúa og styrkingu tekjustofna auk þess sem í fyrsta skiptið átti að byggja upp í eigin landi, með sölu byggingaréttar og nota hluta þess hagnaðar til að greiða niður skuldir.
Áætlanir gerðu ráð fyrir að hægt væri innan fárra ára að lækka skuldir sem hlutfall tekna og gera bæjarsjóð sjálfbæran. Í áætlun D-listans vegna rekstrar 2006 var gert ráð fyrir að heildartekjur stæðu undir kostnaði og var þá gert ráð fyrirsölu byggingaréttar fyrir u.þ.b. 300 milljónir og hafa það vafalaust verið staðföst áform þegar áætlun ársins var samþykkt í desember 2005, þótt seinna hafi komið í ljós að þessi áform voru óraunhæf, enda hönnun gatna og lóða ekki til staðar vorið 2006, en slík hönnunarvinna tekur að jafnaði 12-14mánuði
Á-listi tók við 13. júní þetta vor og stóð fyrir gerð milliuppgjörs miðað við 1.júní. Í milliuppgjörinu kom fram að mikill hallarekstur var á rekstri stofnana sveitarfélagsins á fyrri hluta ársins, eða u.þ.b. 20 milljónir á mánuði að meðaltali, og var þó aukinn rekstrarkostnaður vegna opnunar nýs leikskóla í maí, stækkunar íþróttahúss sem vígt var í ágúst, flutnings síðasta áfanga unglingadeildar heim frá Garðabæ og hækkun fjármagnskostnaðar vegna breyttra ytri aðstæðna ekki komin fram. Ljóst var því að stefndi í stórfelldan hallarekstur,sem varð, en árið endaði með 320 milljón króna halla. Ljóst er af þessu að í áætlun meirihluta D-lista frá desember 2005 er kostnaður vegna aukins umfangs rekstrar og hækkunar fjármagnskostnaðar vanmetinn en heildartekjur hefðu þó áttað ná endum saman ef áform um uppbyggingu hefðu staðið. Við teljum ekki að hérhafi bæjarfulltrúar farið á svig við sveitastjórnarlög þótt áætlanir hafibrugðist.
Ný stjórnvöld sem tóku við um miðjan júní og höfðu reyndar ekki upplýsingar um niðurstöðu milliuppgjörs fyrren haustið 2006, gátu ekki auðveldlega tekið á þessum vanda svo að breytti tilbatnaðar á rekstrarárinu 2006. Eins og fram kemur í skýrslu endurskoðenda og vitnað hefur verið til hér að framan brást bæjarstjórn strax við haustið 2006 og á árinu 2007, svo sem með sparnaði í innkaupum, sérstakri skoðun árekstri Álftanesskóla og síðar rannsókn á kostnaði við uppeldis-og fræðslumálmeð tilliti til greiðslna úr Jöfnunarsjóði og með skipulagsáformum þar sem markvisst var stefnt að styrkingu tekjustofna og uppbyggingu atvinnulífs.
Endurskipulagning eigna, lækkun fjármagnskostnaðar og hagræðingaraðgerðir skiluðu hagnaði af rekstri bæjarsjóðs 2007 upp á tæpar 400 milljónir sem að mestu voru vegna eignasölu, en þó líka, og það er mikilvægt, vegna viðsnúnings í rekstri bæjarsjóðs. Þáverandi bæjarstjórnarmeirihluti taldi að viðsnúningur í rekstri samhliða uppbyggingu miðsvæðis og sölu byggingaréttar þar sem hafði verið vandað til undirbúnings ætti að leiða til áframhaldandi bata eins og langtímaáætlanir bera vott um.
Þótt gert væri ráð fyrir nokkrum almennum samdrætti í byggingariðnaði var þess vænst að uppbygging íbúða fyrir 50+ með Búmönnum og önnur framkvæmdaáform gætu gengið eftir. Þessar áætlanir bæjaryfirvalda voru ekki ósvipaðar áætlunum margra annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma og fóru ekki á skjön við þjóðhagsspár eða áætlanir ríkisvalds fyrir hrunið 2008. Eftir efnahagshrunið 2008 sköpuðust hinsvegar fordæmalausar aðstæður þar sem bæjaryfirvöld leituðu samstöðu í bæjarstjórn um aðgerðir s.s.hagræðingu og gjaldtöku þjónustu og fylgdu reyndar í megindráttum sömu stefnu við fjárlagagerð og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Telja verður því að bæjaryfirvöld hafi á margvíslegan hátt reynt að bregðast við erfiðum rekstri á Álftanesi þótt þau áform hafi verið ónóg eftir að afleiðingar efnahagshrunsins komu fram. Því teljum við að aðdróttanir um að rekstrarákvarðanir bæjarfulltrúa hafi ekki verið í samræmi við sveitastjórnarlög standist ekki, fremur en í mörgum öðrum sveitarfélögum, -sérstaklega á þenslusvæðum og það sama á raunar við um margvíslegan annan opinberan rekstur ávegum ríkisvaldsins þar sem líka er skylt að hafa rekstur innan tekjuáætlana. Niðurstaða okkar er að Fjárhaldsstjórnin vanmeti áhrif efnahagshrunsins á fjárhagsvanda Álftaness og hluti af gagnrýni hennar á aðgerðir eða aðgerðaleysi bæjarstjórnar sé eftiráspeki.
4. Í skýrslunni er látið að því liggja að farið hafi verið ásvig við sveitastjórnarlög með sölu veitustofnana og fasteigna þ.e.a.s. vatnsveitu, fráveitu, eldra íþróttahúsi og lóð íþróttahúss. Eins segir að þetta eigi við um meðferð fjármuna vegna sölunnar og verður það ekki skilið öðruvísi en að hér sé átt við kaup á hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Fasteign (EEF) . Við teljum þetta rangt og byggt á misskilningi. Viljum við nú rekja forsendur þessara ákvarðana varðandi sölu fráveitu og íþróttahúss, en hvorutveggja var gert í tíðmeirihluta Á-lista. Sala fráveitunnar var reyndar undirbúin af D-lista fyrir sveitastjórnakosningarnar 2006 en það kom í hlut Á-lista að ljúka því söluferli. Báðar sölurnar, fráveitu og íþróttahús og lóðar íþróttahús varu samþykktar með atkvæðum allra bæjarfulltrúa í bæjarstjórn eða samhljóða samþykkt bæjarstjórnar.
Varðandi sölu vatnsveitunnará kjörtímabilinu 2002-2006 gerum við ráð fyrir að bæjarfulltrúar D-lista svari ásökunum, en bæjarfulltrúar Á-lista studdu ekki þá samninga. Þegar Á-listi tók við meirihluta lá fyrir reiknilíkan að verðmæti fráveitunnar þar sem rekstur hennar var áætlaður til 40 ára og gert ráð fyrir miklum endurbótum á árunum 2007-2009 til að fráveitan stæðist kröfur og lög um slíka starfsemi, en þeim endurbótum átti að vera lokið árið 2009.
Samkvæmt þessu líkani var talið að Álftanes þyrfti að greiða OR u.þ.b 90 milljónir í yfirtökugreiðslukæmi til sölu fráveitunnar. Þetta töldu bæjarfulltrúar Á-lista óásættanlegt og kölluðu eftir nýjum útreikningum eða sérfræðiálitum þar sem þessir framreikningar og eignir veitunnar voru metnir með tvennum ólíkum, en þó viðurkenndum aðferðum. Niðurstaða þessa var að þrátt fyrir áætlaðar framkvæmdir fyrir u.þ.b. 250-300 milljónir, væru verðmæti í fyrirtækinu og á grundvelli þess náðust samningar um sölu veitunnar fyrir tæpar 70 milljónir ef allar greiðslur eru meðtaldar. Hér tókst nýjum meirihluta að ná fram viðsnúningi í samningum frá fyrstu útreikningum um u.þ.b.150 milljónir. Auk þess féllst OR á að byggja dýr dælumannvirki sem ekki voru í fyrstu áætlunum og dæla fráveituvatni af Álftanesi, yfir Skerjafjörð, inn í fráveitukerfi OR í Reykjavík og forða þannig grunsævi við Hrakhólma frá mengun. Bæjarstjórn taldi því samningana hagstæða Álftnesingum, en ákvæði þeirra voru í aðalatriðum samhljóða samningum OR við önnur sveitarfélög á stór-höfuðborgarsvæðinu. Eftir efnahagshrunið og margskonar óvissu á Álftanesi hafa umsamdar framkvæmdir ekki gengið eftir og sjálfsagt að endurmeta samninginn við OR í nýju ljósi, en ekki verður komist hjá endurbótum til að fráveitukerfið standist kröfur til slíkrar starfsemi og lögum fráveitur. Við teljum fráleitt að salan hafi stangast á við sveitastjórnarlög og ef svo væri ætti hið sama við um ýmsar sveitastjórnir sem valið hafa hliðstæða leið við rekstur sinnar lögbundnu fráveitu.
Varðandi sölu íþróttahúss og lóðar voru þær sölur hluti af víðtækari samningum um leigu þessara eigna af EEF, samninga sem fengu umsagnir samkvæmt sveitastjórnarlögum. Samkvæmt sérfræðiáliti var eignarhluti í EEF forsenda ákvarðana bæjarstjórnar. Samningarnir voru á sama grunni og samningar við 11 önnur sveitarfélög en þessir aðilar töldu að með eignaraðild að leigufélaginu fengjust hagstæðari vextir til framkvæmda og sérhæfð byggingastarfsemi eins og þarna var oft um að ræða væri betur kominn í sameignarfélagi margra sveitarfélaga sem nytu stuðnings og reynslu hvers annars, en í eigin framkvæmd. Um þetta vísast til upplýsinga Fasteignar um hugmyndafræði félagsins. Sala lóðarinnar sem öll var greidd með hlutafé var einnig studd áliti þess sérfræðings sem mat leigusamningana og áliti endurskoðanda sveitarfélagsins Grant Thornton endurskoðun ehf.
Í bréfi Grant Thornton endurskoðun ehf. segir m.a. Nú eru áform um að verja söluandvirði lóðarinnar til hlutafjárkaupa í EEF. Öll áform og útreikningar EEF miða við að ávöxtun eiginfjár verði að lámarki 10% á ársgrundvelli en undanfarin ár hefur arðsemi félagsins verið umtalsvert hærri. Að gefnum fyrirliggjandi forsendum félagsins virðist ávöxtun eiginfjár félagsins vera hærri en sem nemur leigugreiðslum af undirliggjandi fjárfestingum".
Í skýrslunni er látið að þvíliggja að útreikningar á leigu séu óeðlilegir og leigan of há. Við erum ekki sömu skoðunar, enda verður að skoða þessa útreikninga í ljósi eignaraðildar að félaginu, en EEF ráðstafar árlega arði til eigenda sinna og því mikilvægt að leigutaki eigi ekki lægri eignarhlut í félaginu en sem nemur leiguhlut hans úr leigusafni félagsins. Eins er rétt að upplýsa að lög og samþykktir EEF og eins leigusamningar við sveitarfélögin, voru á sínum tíma kynnt félagsmálaráðuneytinu m.a. til að staðfesta hvort samþykktir og reglur félagsins samrýmdust ekki skyldum sveitastjórna og lögum um sveitastjórnir og gerði ráðuneytið ekki athugasemdir við samþykktir félagsins eða leiguskilmála. Það gefur líka auga leið að fjöldi sveitarfélaga, en 11 sveitarfélög eiga aðild að Fasteign, stofnar ekki með sér félag eins og hér erum ræðir sem brýtur lög um sveitastjórnarmál.
Innan Fasteignar var síðan rætt og samþykkt að vinna að lækkun leigu þótt slík ákvörðun kæmi niður á arðgreiðslum. Þegar þessi stefna var mótuð í Fasteign samþykkti bæjarstjórn Álftaness 2008 að sveitarfélagið keypti lóð íþróttahússins til baka ef samkomulag næðist um það við eigendur Fasteignar og að greitt væri með hlutafé því sem fékkst við sölu lóðarinnar. Þetta samþykkti stjórn Fasteignar skömmu áður en meirihluti Á-lista féll, haustið 2009. Við fullyrðum að upphafleg samþykkt bæjarstjórnar um kaupin 2007 og seinni samþykkt um sölu lóðarinnar aftur eru gerðar til að gæta hagsmuna bæjarsjóðs.
Með tilliti til þeirra efasemda sem settar eru fram í skýrslu Fjárhaldsstjórnar um sölu umræddra eigna kemur á óvart að Fjárhaldsstjórnin hafi ekki þegar í ársbyrjun 2009 framkvæmt endurkaup á lóðinni með hlutafé og lækkað leigugjöld og leiguskuldbindingu.
Ef til vill er ástæða aðgerðaleysis í þessu efni sú að Fjárhaldsstjórnin hafi þrátt fyrir allt metið að stór eignarhlutur í Fasteignværi ákjósanlegur í samningum við Fasteign og ríkisvald um niðurfellingu leigusamninga. Tekið skal fram að starfsemi EEF, framtíðaráætlanir og samningar við Fasteign fengu góðau mfjöllun bæjarráðs og eins var félagið og skipulag þess og hugmyndafræðisérstaklega kynnt bæjarráði og bæjarstjórn áður en stórar ákvarðanir umsamvinnu við félagið voru teknar.
Að lokum skal ítrekað aðallir bæjarfulltrúar Á-lista og D-lista stóðu að umræddri sölu fasteigna, -bæðifráveitu og íþróttamannvirkja. Það er álit okkar að bæjarfulltrúar hafi ekki farið á svig við sveitastjórnarlög við umræddar ákvarðanir.
Því má svo bæta hér við þótt það sé ekki til umfjöllunar í skýrslu Fjárhaldsstjórnarinnar að bæjarfulltrúar Á-lista andmæltu í bæjarstjórn 2005 sölu hlutafjár sveitarfálagsins í HitaveituSuðurnesja en engin gögn hafa fundist í stjórnsýslu Álftaness um undirbúning eða framkvæmd þeirrar sölu. Eins hafa bæjarfulltrúar Á-lista beitt sér fyrirþví að teknar verði upp viðræður við OR um endurskoðun á samningi um sölu hitaveitunnar nokkrum áum fyrr til OR. Í þeim samningum virðist sem fylgt hafi með í sölunni, án endurgjalds, allar jarðhitaauðlindir í landi sveitarfélagsins, heimalandi sem óskiptu landi í Almenningsskógum Álftnesinga, fundnar og ófundnar.
6. Skýrsluhöfundar fjalla umkröfur Álftnesinga til aukinna greiðslna frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna, en virðast ekki sýna því skilning að nýleg breyting sem bætir hlut Álftaness nokkuð gengur of skammt. Ekki liggur fyrir að Fjárhaldsstjórnin, né þeir meirihlutar undir forystu D-lista sem hafa farið með meirihlutaumboð bæjarstjórnar frá september 2009, hafi knúið á um fulla leiðréttingu til Álftaness þótt þessir aðilar hafi skyldur til að finna sveitarfélaginu að nýju rekstrargrundvöll. Fremur hefur verið hvatt til sameiningar, en að kalla eftir umræddri leiðréttingu og í því efni tekin sama afstaða til vanda Álftaness og ENFS tók. Á einum stað segir í skýrslunni, að hefði komið aukin jöfnun til Álftaness hefði það fé verið tekið af jöfnunarfé annarra sveitarfélaga sem hafi farið betur með fé sitt en Álftnesingar!
Þessar fullyrðingar standast ekki. Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að ef Jöfnunarsjóður hefði úthlutað meira fé til Álftaness s.s. með breyttum reglum sem tækju tilliti til sérstakra aðstæðna á Álftanesi, væri það tekið frá öðrum. Ekkert meinar ríkisvaldinu að veita sérstöku fé til sjóðsins í þessu skini, en mörg dæmi eru um að ríkisvaldið hafi aukið fé til sjóðsins vegna nýrra eða aukinna verkefna sem þarfnast jöfnunar. Á hitt verður heldur ekki fallist að Álftanes hafi farið verr með jöfnunarfé sitt en önnur sveitarfélög. Í þessu sambandi viljum við rifja upp eitt dæmi sem verið hefur til umræðu og byggir á úthlutun vegna rekstrarársins 2007. Þar eru bornar saman jöfnunargreiðslur til Álftaness annarsvegar og Ísafjarðar hinsvegar. Svo vill til að þrátt fyrir ólík rekstrarskilyrði og ólíkan fjölda íbúa, eru bæði skatttekjur og kostnaður fyrir jöfnun nær sá hinn sami í báðum sveitarfélögunum, þegar tekjum og kostnaði er deilt á íbúa. Fjárhags eða efnahagsaðstæður eru því hliðstæðar á báðum stöðum fyrir aðkomu Jöfnunarsjóðsins. Jöfnunarsjóðurinn úthlutar hins vegar hlutfallslega helmingi meira til Ísfirðinga en Álftnesinga.
Stjórnvöldum hefur ekki tekist að útskýra þessa aðferðafræði.Ljóst er af skýrslunni að Fjárhaldsstjórnin hefur brugðist hagsmunum sveitarfélagsins að verja rétt þess til leiðréttingar jöfnunargreiðslna. Fjárhaldsstjórnin hefur heldur ekki séð ástæðu til að fela lögmanni sveitarfélagsins, Ragnari Aðalsteinssyni hdl., sem hafði unnið drög að lögfræðiáliti um málið, að klára sína skýrslu og kynna stjórnvöldum.
Í skýrsludrögumlögmannsins segir að ef um mismunun jöfnunar vegna reksturs grunnskóla sé að ræða eigi sveitarfélagið stjórnarskrárbundin lögvarinn rétt til leiðréttingar,-líka leiðréttingar vegna fyrri ára.
Samandregnar helstu niðurstöður:
1. Við höfnum aðdróttunum um að bæjarfulltrúar Á-lista og D-lista hafi við sölu veitukerfa og fasteigna og við rekstrarákvarðanir farið á svig við ákvæði sveitarstjórnalaga. Ámælisvert er, -og hugsanlega brot á stjórnsýslulögum að veita ekki bæjarfulltrúum tækifæri til að gefa umsögn um þessi efni áður en skýrslan var fullgerð og lögð fram.
2. Við áteljum Fjárhaldsstjórnina fyrir að leita ekki hagkvæmari leiða fyrir bæjarsjóð varðandi framkvæmdir á miðsvæðinu og leita eftir breytingu samninga í stað þess að leggja til samningsslit við Búmenn hsf. og aðra framkvæmdaaðila með stórfelldu tjóni fyrir bæjarsjóð. Við styðjum hinsvegar samninga um endurkaup íþróttamannvirkja af Fasteign og sölu hlutafjársveitarfélagsins í Fasteign, enda samrýmist það tillögu Á-lista frá janúar 2010.
3. Við teljum Fjárhaldsstjórnina vanmeta áhrif efnahagshrunsins ábæjarsjóð.
4. Við teljum niðurskurð á þjónustu við barnafólk allt of mikinnog tillögu um 5% auka útsvar ranga stefnu við núverandi aðstæður. Í stað þessaálagas og niðurskurðar bar að krefjast frekari leiðréttinga frá Jöfnunarsjóði og semja með öðrum hætti um breytingar á uppbyggingu miðsvæðisins.
5. Við teljum að greiningu Fjárhaldsstjórnarinnar á háum launakostnaði, sem hlutfalli af tekjum, megi aðallega rekja til þess kostnaðar sem óhjákvæmilega fylgir þeirri íbúasamsamsetningu sem er á Álftanesi, þar sem börn og unglingar eru miklu hærra hlutfall íbúa en í öðrum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, frekar en óeðlilegra launagreiðslna eins og látið er að liggja.
6. Við teljum að Fjárhaldsstjórnin hafi vanrækt það mikilvæga verkefni að vinna að og rökstyðja kröfu sveitarfélagsins um frekari jöfnunargreiðslur frá Jöfnunarsjóði.
Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúi Á-lista og
Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, varabæjarfulltrúi Á-lista
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjárleit á Álftanesi
26.10.2010 | 20:50
Ásamt öðrum, keyri ég á hverjum degi framhjá nokkuð djúpri holu á miðju Álftanesi á leið til vinnu. Mörg okkar keyra eða ganga hjá holunni þegar við förum í sund, í apótek, til læknis, í matvörubúð, á bílaþvottastöð eða bara til að sækja hvers kyns þjónustu sem almennum þjóðfélagsþegnum dytti í hug að sækja í þéttbýli í vestrænu samfélagi. Sum okkar hjóla meira að segja framhjá henni um helgar þegar okkur langar í sjoppu til að ná okkur í ís og DVD. Nú er ég jarðvegsfræðingur og hef svo sem ekkert út á skurði og holur að setja enda má margt læra með að rýna í jarðvegssnið á Íslandi en í tilefni þess að ég er búinn að fara nokkur hundruð sinnum framhjá þessari holu hlýt ég að spyrja: Hvernig ætlar bæjarstjórn að stoppa í 100 milljón króna gatið sem myndast í bæjarsjóði þegar það þarf að endurgreiða Samkaup fyrir lóðargjöldin af matvörubúðinni sem aldrei varð? Hvar ætlar sama stjórn að finna 100 milljónir til að endurgreiða Búmönnum vegna kostnaðar við arkitektavinnu og skipulagsvinnu frá 2007 vegna þjónustuhúss og raðhúsa Búmanna, sem var draumur einn og munu þar líka finnast þeir milljónatugir sem þarf til að greiða þrotabúi Ris vegna riftunar samninga. Hvernig kemur það út varðandi eiginfjárstöðu bæjarsjóðs að skila 400 milljónum í skuldabréfum sem Búmenn höfðu samþykkt vegna byggingaréttar á miðsvæðinu og verður ekki bæjarsjóður af tugum og hundruðum milljóna í gatnagerðagjöldum sem þessir fjárfestar hefðu borgað. Á sama tíma hefur bæjarsjóður fjárfest í hönnun og gatnagerð fyrir u.þ.b. 200 milljónir sem öll er unnin fyrir gíg. Eins verður ekki hægt að taka við framlagi frá Framkvæmdasjóði aldraðara fyrir u.þ.b. 150 milljónir sem lög kveða á um þegar sveitarfélög byggja þjónustuhús fyrir eldri borgara. Eru þetta ekki endurgreiðslur og skaðabætur og ónýt fjárfesting fyrir 1000 -1100 milljónir sem bæjarsjóður verður af við riftun samninga. Berum það saman við þá 1.200 milljón króna skuldbindingu sem bæjarsjóður átti að greiða í leigu fyrir Þjónustuhúsið á 50 ára tímabil, en gat notað það áfram án leigugreiðslna að þeim tíma liðnum eins og stefnt var að í upphafi? Reiknar bæjarstjórnin með einhverjum sérstökum tekjum til að greiða fyrrnefndar milljónirnar í stað þeirra glötuðu fasteignagjalda sem gert var ráð fyrir að yrðu innheimt af starfsemi í þessum húsum. Spyr sá sem ekki veit en ég geri ráð fyrir að margir velti þessum sömu spurningum fyrir sér.
Ps. Kannski eru milljónirnar 1000 í Money-heaven, það má e.t.v. ná í þær þar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og hvað svo, Álftnesingar? – Val á ‘lausn’
23.10.2010 | 22:09
Kristinn skrifar:
Ár er síðan bæjarstjórnin á Álftanesi óskaði eftir að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga skoðaði rekstur bæjarfélagsins. Ekki er ætlunin að fjölyrða um þá atburðarás hér, heldur velta vöngum yfir spurningum eins og: Hvar stöndum við Álftnesingar og hvert er stefnt? Ekki sakar að skoða málin og við hæfi nú þegar tími afgerandi ákvarðana varðandi framtíð byggðarlagsins á nesinu eru á næsta leiti.
1. Samningur um fjárhaldsstjórn:
Vegna rekstrarvanda sveitarsjóðs hefur Sveitarfélagið Álftanes verið í gjörgæslu fjárhaldsstjórnar, skipaðri af ráðherra, frá síðustu áramótum. Tillögur eftirlitsnefndarinnar eru hafðar að leiðarljósi og samkvæmt þeim hefur verið einblínt á niðurskurð í rekstri og unnið að lausn' vandans með tillögu um sameiningu við stærra sveitarfélag. Í samningi við fjárhaldsstjórnina er kveðið á um að Álftnesingar skuli hafa frumkvæði að samningaviðræðum við annað sveitarfélag og hnýtt aftan í ákvæðið - "t.d. Garðabæ". Hér í framhaldinu verða skoðaðir kostirog gallar við þá lausn'.
Skoðanakönnun í mars 2010 sýndi að fjöldi Álftnesinga áleit góðan kost að sameinast Garðbæingum. Litlu færri Álftnesingar töldu álitlegastan kost sameiningar vera Reykjavík, en af einhverjum ástæðum ákvað bæjarstjórnin þann 26. ágúst s.l. að hafna tillögu Reykvíkinga um viðræður og að aðeins skyldi rætt við Garðbæinga. Ákvörðunin hefur ekki verið rökstudd og aðeins sagt að farið sé eftir gildandi reglum og aðeins skuli unnið að samningagerð við eitt sveitarfélag, á hverjum tíma. Hins vegar eru engar reglur sem hefðu hindrað þann möguleika að byrja fyrst á að þreifa fyrir sér og kanna hvar mestur vilji er til að samþykkja framtíðarsýn Álftnesinga. Enn er lag og ekki þurfa bæjarstjórnendur að velkjast í vafa um hvað er við hæfi að setja fram sem óskir Álftnesinga í sameiningarviðræðum, til viðbótar við það augljósa stefnumál að sameinast stærra og burðugra sveitarfélagi. Vandaðar samantektir frá þremur íbúaþingum lágu fyrir og framkvæmdir hafnar við uppbyggingu á nærþjónusta á nesinu. Þess utan liggur fyrir samþykkt langtíma stefna varðandi landnýtingu og náttúruvernd. Ljóst er að aðeins skorti viljann til að kanna hvar mestur skilningur er fyrir þeim framtíðaráformum sem íbúar Álftaness höfðu formað og samþykkt. Það er ljóst af því að bæjarstjórn vísaði frá boði Reykvíkinga um viðræður og tilkynnti á sama bæjarstjórnarfundinum að skipa nefnd sem skyldi vinna að sameiningu við Garðabæ. Þetta sýnir þetta að umrædd ákvörðun bæjarstjórnar er byggð á einhverjum öðrumforsendum en mati á hvar hagsmunum Álftnesinga verði best borgið, forsendum sem ekki hafa verið kynntar. Einu svörin sem gefin hafa verið fyrir einsýnni stefnu bæjarstjórnar eru, að tekið sé mið af nefndri skoðanakönnun í mars. Rökin eru léttvæg, jafnvel þó einhver hafi talið að mest lægi á að leysa vanda sveitarsjóðs sem allra fyrst. Svo er minnst á ótiltekna hagræðingu af sameiningu sveitarfélaga, almennt.
Umhugsunarvert er að bæði ráðuneyti sveitarfélaga, meðan Kristján Möller sat í ráðherrastóli, og Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga, hafa sett fram þá skoðun að bæjarfélagið á Álftanesi og Garðabær ættu að sameinast. Eins og hjá meirihluta bæjarstjórnar á Álftanesi skorti rökstuðninginn hjá þessum aðilum, og aðeins sagt að vænta megi ótiltekinnar hagræðingar af sameiningu. Erfitt er að skilja af hverju ekki er þá lagt til að höfuðborgarsvæðið allt sameinist, sem væri upplagt góður kostur því um er að ræða eitt samhangandi þjónustu og atvinnusvæði. Sameining alls svæðisins myndi leysa margan vanda, ekki síst þá hryllingsmynd sem birtist í ósamræmdu skipulagi og hnökrum varðandi samvinnu um góðar almenningssamgöngur, vatnsveitu o.fl. Það að styrkja og stækka einingu eins og Garðabæ innan svæðisins, einingu sem ekki vill stefna að sameiningu alls svæðisins í náinni framtíð, er í þessu ljósi vanhugsað skref og augljóslega ekki til að auka líkurnar á sameiningu alls höfuðborgarsvæðisins.
2. Kostir og gallar hugsanlegra lausna með sameiningu
Ekki er úr vegi að Álftnesingar velti því fyrir sér í hverju ótiltekin hagræðing í rekstri sameinaðra sveitarfélaga geti fólgist. Við skulum því skoða hvaða máli það skiptir ef sameining yrði samþykkt við Garðabæ og hvað gæti orðið öðru vísi ef sameining við Reykjavík ætti sér stað.
Á Álftanesi er rekinn grunnskóli, leikskóli, íþróttahús (með sundlaug), tónlistaskóli, bókasafn, áhaldahús, frístundastarf, vinnuskóli fyrir unglinga á sumrin og bæjarskrifstofa með margvíslegri ónefndri þjónustu við íbúana. Þess utan er fjöldi samninga við nágrannasveitarfélögin um ýmsa þjónustu (s.s. heilsugæslu,löggæslu, orkuveitu, fráveitu, almenningssamgöngur o.fl.) og svo hefur sveitarfélagið stutt vel við bakið á fjölbreyttri félagsstarfsemi í byggðinni.
Skoðum fyrst hvaða breytingar eru líklegar ef Garðabær ætti í hlut. Í fyrsta umgangi gefum við okkur að rekstur grunnskólans sé lögboðinn og ekki verði vikist undan þeirri þjónustuskyldu sem uppfylla þarf, óháð hvaða kostur er valinn til sameiningar. Öðru gildir að sjálfsögðu um rekstur bæjarskrifstofunnar og þeirrar þjónustu sem þar er innt af hendi. Starfsemin yrði líkast til öll flutt í ráðhúsið við Garðatorg. Hagræðing af sameiningu stjórnsýslunnar og þjónustuhlutverks sem bæjarskrifstofan annast gæti hugsanlega lækkað útgjöld til rekstrar byggðarlagsins á Álftanesi um 2 - 4%. En, ef ná á fram meiri hagræðingu í rekstrinum yrði að gera merira og þá þyrfti að leggja niður eitthvað af þeirri nærþjónustu sem Álftnesingar búa við nú. Varla verður það gert með því að draga meira en orðið er úr almenningssamgöngunum, því áætlunarferðir voru skornar niður við nögl fyrir u.þ.b. tveimur árum síðan vegna þrýstings frá Garðabæ. Ástæðan var að stór hluti aksturskosnaðarins féll á sveitarsjóð Garðabæjar vegna þess að vagnarnir aka mestan hluta leiðarinnar innan sveitarmarka Garðabæjar. Því er líklegt er að rekstur bókasafns, tónlistaskóla og áhaldahúss á nesinu yrði hætt. Meir að segja grunnskólinn gæti lent undir sparnaðarhnífnum og það hefur þegar komið til tals að flytja mætti kennslu efstu bekkja grunnskólans aftur til Garðabæjar. Ástæðan er að þar er á ný rými í grunnskólunum, eftir að nokkrir stórir árgangar unglinga hafa gengið í gegnum skólakerfið. En er ásættanlegt að byggðarlagið á Álftanesi verði notað tiljöfnunar á sveiflum í barnafjölda í Garðabæ. Gæta þarf að því að hagræðing verði ekki bara tilflutningur á rekstri milli eininga, sem hefur þann eina tilgang að líta vel út í bókhaldi. Ofangreindar tilfæringar eru líklegar því eðlilega er leitast við að staðsetja þjónustu eins miðlægt og kostur er. En fyrir Álftnesinga er líklegt að slíkar tilfærslur kalli á aukin útgjöld, ekki síst vegna þess að þá þurfa þeir að nálgast þjónustuna um langan veg í þjónustuna við Silfurtúnið. Fyrir Garðbæinga kallar sameining á aukin útgjöld, þó svo að ná megi fram einhverri hagræðingu í þjónustu við byggðina út á Álftanesi, því rekstur byggðarlagsins stendur einfaldlega ekki undir sér án uppbyggingar á atvinnustarfsemi og slík uppbygging hangir saman við að boðið sé upp á nærþjónustu.
Skiljanlega má ætla að Reykvíkingar sýni því meiri skilning, en Garðbæingar, að viðhalda þurfi og efla nærþjónustu á nesinu. Það er einfaldlega lengra að sækja slíkt til miðbæjar Reykjavíkur frá Álftanesi. Þetta sáu Kjalnesingar fyrir er þeir völdu að sameinast fremur Reykjavík en Mosfellsbæ. Þeir völdu þannig að missa ekki alla nærþjónustu yfir til næsta byggðarkjarna. Auk þess er unnið að því að efla nærþjónustu í hverfum borgarinnar og flytja afgreiðslu í málaflokkum er lúta að nærumhverfinu til hverfastjórna.
Það er ekki að furða þótt bæjarstjóri Garðabæjar hafi lýst yfir efasemdum sínum um að Garðbæingar myndu samþykkja tillögu um sameiningu að svo búnu. Rekstur byggðarlagsins á Álftanesi stendur ekki undir sér og hefur ekki gert það frá því að rekstur grunnskóla var fluttur tilsveitarfélaganna. Bæjarstjórinn er skynsamur maður og skilur að Garðbæingar sjái ekki hag af að taka á sig aukin útgjöld til rekstrar á skuldsettu byggðarlagi á Álftanesi. Vvæntanlega færi upplýst ákvörðun á sama veg á Álftanesi, því hví ættu Álftnesingar að velja sameiningu við Garðabæ, ef aðeins stefnir í ofangreindar hagræðingar og niðurskurð varðandi þjónustu.
3. Orsakir og lausn á rekstrarvanda
Rekstrarvandi sveitarsjóðs á Álftanesi er og hefur kreppt að mörg undanfarin ár. Það er viðeigandi að kalla þetta vaxtaverki, því ört vaxandi íbúafjöldi kallar á aukna aðstöðu til þjónustu, s.s. skóla- og íþróttamannvirkja. Vaxtaverkir' sveitarsjóðs, koma fram í auknum lánum sem eru tilkomin vegna uppbyggingar á brýnnri aðstöðu. Um þessa vaxtaverki og rekstrarvanda sveitarsjóðs er ítarlega fjallað í greinagerð sem unnin var og kynnt ríkisvaldinu. Skýrslan var rökstuðningur fyrir kröfu um hærri greiðslur úr Jöfnunarsjóði til handa Álftnesingum og að endurskoðunar væri þörf á reiknireglum sjóðsins. Byggðarlagið á Álftanesi er ekki sjálfbær rekstrareining af því að sveitarsjóður hefur nánast engar aðrar tekjur en útsvar og fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði. Það dugar ekki fyrir útgjöldum og uppbyggingu þjónustuaðstöðu í ört vaxandi samfélagi, eins og fulltrúar Á-listans bentu á. Þessu var og er hægt aðbreyta. Álftnesingar kusu nýjar áherslur varðandi framtíð Álftaness árið 2006. Rakið í stuttu máli snerust þær breytingarnar um að skilgreina sveitarfélagið fullbyggt með 3 - 4 þúsund íbúum og að skapa grundvöll fyrir atvinnurekstri sem tæki mið af að nýta sérstöðu Álftaness á höfuðborgarsvæðinu. Sérstaðan felst í fjölbreyttri náttúru með miklu fuglalífi, sem nýtir stór opin svæði, tjarnir, votlendi, móa og víðáttumiklar fjörurnar og grunnsævi umhverfis nesið. Auk þess má rekja mikil tengsl við sögu bæði lands og þjóðar til Álftaness, ekki síst vegna þess að aðsetur ráðamanna hefur verið á Bessastöðum frá þjóveldi til lýðveldis. Liður í þeirri áætlun að nýta umrædda sérstöðu í þágu byggðarlagsins var að staðfesta verndun stórra samhangandi svæða á nesinu. Samþykkt hefur verið að búsvæðavernd skuli ná til nánast allrar strandlengjunnar og að verndunarákvæðin gerðu ráð fyrir skipulagðri en skynsamlegri nýtingu á opnum svæðum til útivistar og náttúruskoðunar. Markmiðið er að viðhalda fjölbreytileika og aðdráttarafli svæðisins, til ánægju fyrir bæði Álftnesinga og gesti, til langs tíma. Til að áformin geti orðið að veruleika þarf að semja við landeigendur, bæði einkaaðila og ríkið. Sömuleiðis er nauðsynlegt að fjárfesta í uppbyggingu fyrir væntanlega nærþjónustu og vanda svo vel til verksins að athygli veki. Umhverfið má ekki missta sína töfra. Framangreind áætlunin er metnaðarfull og allt það sem var verið að gera ber þess merki, eins og sést á gildandi deiliskipulagi miðbæjar á Álftanesi, með hæfilega stórum þjónustukjarna fyrir byggðina og fyrir þá uppbyggingu í atvinnustarfsemi á Álftanesi sem að var stefnt. Deiliskipulagið heitir Grænn miðbær, vegna þess að það var framúrstefnulegt og með áherslur á opin sameiginleg græn svæði milli bygginganna, í stað afgirtra einkalóða, og stór hluti bílastæða á að vera niðurgrafinn svo umferð gangandi og hjólandi fái notið sín. Bygging glæsilegrar sundlaugar var í samræmi við þessa stefnu og drög að samningum um verndun opinna svæða hafa verið mótuð. Með bankahruninu var forsendum áætlananna kollvarpað í miðjum framkvæmdum og það setti sveitarsjóð í afar erfiða stöðu. Reyndar á það líka við víðast hvar þar sem veðjað var á framtíðina skömmu fyrir hrunið, forsendubrest sem fáir sáu fyrir. Byggðin á Álftanesi er ekki sjálfbær rekstrareining frekar en aðrir svefnbæir' og verður það ekki nema að forsendum verði breytt. Framangreind áform, sem Á-listinn vann að, er ein möguleg leið þótt augljóslega þurfi nú lengri tíma til að ná settum markmiðum. Því er eðlilegt og rétt að spyrja hvort bæjarstjórn Garðabæjar eða borgarstjórn Reykjavíkur geti og vilji samþykkja ásættanlega framtíðarsýn fyrir Álftanes og Álftnesinga, ef til sameiningar kæmi.
4. Ríkisvaldið, höfuðborgarsvæðið og framtíðarval
Líklega er það rétt hjá bæjarstjóra Garðabæjar að ríkið þurfi að greiða' fyrir sameiningu Álftaness - ef sameina á það við eitthvert annað sveitarfélag. Hins vegar þarf að færa haldgóð rök fyrir því hvers vegna og hvernig ríkissjóður ætti að tilhlutast um lausn rekstrarvanda sveitarfélagsins. Það er heldur ekki sjálfgefið að besti sameiningarkosturinn sé Garðabær.
Fulltrúar Á-lista hafa komið með tillögur um hvernig ríkið gæti aðstoðað við lausn vandans sem Sveitarfélagið Álftanes stríðir við. Með því að halda áfram á þeirri braut sem varmörkuð, í stað þess að standa á bremsunni, má meira að segja, með tíð og tíma, vinda ofan af þörf fyrir hærri greiðslur úr Jöfnunarsjóði, jöfnunargreiðslum sem sýnt var fram á að sveitarfélagið þarf til að sinna sínum lögboðnu skyldum (og skarðan hlut sem þyrfti að lagfæra aftur í tímann, eins og sveitarfélagið á hugsanlega lögvarðan rétt til). Áform Á-listans eru metnaðarfull og hafa vakið umtalsverðan áhuga meðal fjárfesta, eins og sást á því að þrátt fyrir hrunið var samið við einkaaðila um aðkomu að fyrsta áfanga samkvæmt deiliskipulagi Græns miðbæjar og framkvæmdir hafnar með trú á bjartari framtíð. Nýr meirihluti í bæjarstjórn vill nú bakka út frá gerðum samningum, láta moka yfir botnplötu sem var steypt undir umsamið þjónustuhús fyrir aldraða og hætta við uppbyggingu þjónustukjarnans í Grænum miðbæ. Fjárhagslega er viðsnúningurinn glórulaus í ljósi þess hann kallar yfir sveitarsjóð útgjöld vegna útlagðs kostnaðar og skaðabótakrafa, sem samtals eru álíka há upphæð og um hafði verið samið sem skuldbindingar sveitarsjóðs til greiðslu næstu þrjátíu árin, vegna leigu fyrir hluta af mannvirkjunum. Þar með er verið að hafna fyrirsjáanlegum tekjum, sem hefðu komið sveitarsjóði vel. Samfélagslega er verið að svíkja aldraða um lausn á þjónustuúrræðum heima í byggðinni um ófyrirsjáanlegan tíma og Álftnesinga alla um sjálfsagða þjónustu á borð við matvöruverslun o.fl. í sama dúr.
Eins og ofangreint væri ekki nóg, þá eru tækifæri sem felast í áðurnefndri þríhliða viljayfirlýsingu umhverfisráðherra, menntamálaráðherra og bæjarstjórnar, um rekstur þjónustu- og upplýsingaseturs á Álftanesi, gersamlega hunsuð. Þó má fullyrða að uppbygging á starfsemi af því tagi sem að var stefnt, á sviði þjónustu við ferðamenn og aðra gesti á nesinu, hafi verið bjartasta von Álftnesinga til að skapa hér viðeigandi atvinnutækifæri. Ef vel er að staðið gæti slík þróun orðið til þess að byggðarlagið geti staðið undir rekstri og þarmeð aflétt þörf á utanaðkomandi aðstoð. Nesið yrði kjörinn vettvangur fyrir höfuðborgarbúa til útivistar og forvitnilegt að heimsækja fyrir aðra ferðamenn. Álftnesingar fengju áfram að njóta þeirra forréttinda að búa á Álftanesi. Hvað sveitarfélagið heitir og hvort byggðin er hverfi í stærri einingu, skiptir ekki höfuðmáli. Það er á hinn bóginn alveg víst að þær ómögulegu forsendur til að reka sveitarsjóð án skuldasöfnunar eða utanað komandi aðstoðar, forsendur sem var verið að vinda ofan af fyrir hrun, munu ekki breytast til batnaðar með aðgerðum núverandi meirihluta og skorti á framtíðarsýn. Bæjarstjórnin samþykkti að venda kvæði í kross og ákvað að ekki skuli láta reyna á fyrirliggjandi áætlanir, þær einu sem miða að því að skapa rekstrargrundvöll fyrir byggðarlagið á nesinu. Eina yfirlýsta stefnan er að sameinast Garðabæ, og áform þeirra miða að því að íbúarnir fái innan tíðar að velja sér þann kost eða vera áfram í átthagafjötrum og búa við niðurskurð. Metnaðarleysið og skortur á dug til að vinna að úrræðum, öðrum en að fela nágrannasveitafélagi framtíð okkar með ákalli um náð og miskunn er óásættanlegt. Það grátbroslega er að bæjarstjórnin sem stendur fyrir þessu er valin úr röðum Sjálfstæðisfélagsins og Framsóknarflokki. Hvílík öfugmæli að kenna þessa bæjarfulltrúa við sjálfstæði og framsókn. Núverandi staða hlýtur að virka á marga eins og að einhverjum hafi orðið á í messunni og ruglast hafi verið á formerkjum einhvers staðar á leiðinni. Þá er best að skoða dæmið á ný.
Sömu bæjarfulltrúarnir og afturhaldsöfl ráða því að framvinda áforma og samþykktir um náttúruvernd, sem tvinnað var saman við uppbyggingu þjónustu- og upplýsingaseturs, hefur verið stungið undir stól. Fátt hefði þó passað betur við gildandi aðalskipulag fyrir Álftanes 2004 - 2024, góðri viðleitni í anda Græn fána vottunar og yfirlýsingar um að Álftnesingar stefni að því að verða til fyrirmyndar, innanlands og á alþjóðlegum vettvangi. Samþykki liggur fyrir um að stíga umrætt skref. Þar með átti að tryggja betri framtíð á Álftanesi og um leið taka skref að markmiði í samþykktri þingsályktunartillögu umhverfisráðherra um búsvæðavernd við Skerjafjörð. Því miður náðist ekki að fullnusta þessa samþykkt bæjarstjórnar, en ekkert var að vanbúnaði fyrir ári síðan. Því var einmitt lýst fyrir hópi norrænna gesta, sem þá voru á Íslandi til að kynna sér sérverkefni um verndun líffræðilegs fjölbreytileika, annars vegar við Eyjafjörð og hins vegar á Álftanesi. Aðeins átti eftir að óska formlega eftir að umhverfisráðherra auglýsti ákvörðun bæjarstjórnar. Áherslurnar breyttust yfir nótt, illu heilli, en samþykkt ákvæðis um búsvæðaverndun hefði líklega leitt til þess að nefnd upplýsinga-og þjónustustarfsemi hefði hafist og um leið hefði grundvöllur skapast til að þróa áhugavert samstarf við skóla á höfuðborgarsvæðinu með tilboðum um vettvangskennslu, bæði í náttúrufræðum og sögu. Nú eru áformin sögð í biðstöðu og því borið við að skipulagsfulltrúa hafi verið falið að leita upplýsinga um eignarhald á Hrakhólmunum. Sömu spurningu var svarað fyrir ári og lögð fram lanamerkjalýsing viðeigandi býla. Þegar annað þrýtur er fyrirspurnir svo slegnar út af borðinu með tilvísun í meintar takmarkanir sem fjárhaldsstjórnin setur á bæjarstjórnina.
Takmarkanir fjárhaldsstjórnarinnar hafa þó ekki hindrað það að bæjarstjórnin hefur samþykkt að aflögð tillaga frá fyrri tíð skuli dregin fram og hafin endurskoðun á umdeildri hugmynd um golfvöll á votlendisfláka milli friðlands við Kasthúsatjörn og Bessastaðatjörn. Að áformin stangist á við gildandi deiliskipulag svæðisins frá 1998, sem gerir ráð fyrir endurheimt votlendis þar, og síðari ákvarðanir bæjarstjórnar er í þessu tilfelli ekki álitið hindrun. Það mætti ætla að núverandi bæjarstjórn álíti að tromp byggðarlagsins felist í umræddum golfvelli og fjárhaldsstjórnin hefur þá væntanlega hrósað bæjarstjórninni fyrir stórhug þegar þessi ákvörðun var kynnt. Ef svo er ekki, þá á við lýsingin vanhæf stjórn' og að framangreint staðfestir grun um að áform um lausn' með sameiningu við Garðabæ hafi aðeins verið neyðarúrræði fulltrúa Sjálfstæðisfélagsins til að afstýra því að vel ígrunduð framtíðarsýn Á-listans gengi eftir og festist í sessi.
Kristinn Guðmundsson var fulltrúi Á-lista í skipulags- og bygginganefnd
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.10.2010 kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er dýrt að búa á Álftanesi
23.10.2010 | 13:34
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kosningahappdrætti
10.8.2010 | 20:34
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En hvað með að auka aðra tekjustofna
29.5.2010 | 15:01
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að vera læs - á staðreyndir
28.5.2010 | 15:52
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.6.2010 kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á-listinn vill lausnir fyrir Álftnesinga
28.5.2010 | 15:47
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þetta ekki orðið ágætt?
27.5.2010 | 20:58