Þriðjungur fundarmanna stappaði niður fótum á íbúafundi
10.2.2010 | 14:08
Mynd Ómars Óskarssonar frá íbúafundinum, á MBL
Kristinn Guðmundsson skrifar:
Mælikvarði á fylgi D-lista á Álftanesi?
Haldinn var íbúafundur 17. desember til að kynna Álftnesingum fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Álftanes. Undirbúningur fundarins og dagskráin var ákveðin án nokkurs samráðs við minnihluta bæjarstjórnar. Eðlilegt hefði verið að bæjarstjórn stæði saman að kynningunni. Fyrrum bæjarstjóri Sigurður Magnússon fór fram á það við fundarstjóra að hann fengi 10 mínútur til að kynna athugasemdir minnihlutans á eftir kynningu bæjaryfirvalda og fulltrúa Eftirlitsnefndar sveitarfélaganna, en síðarnefndir aðilar tóku sér klukkustund í upphafi fundarins. Þetta samþykkti fundarstjórinn, en viðbrögð stórs hóps sjálfstæðismanna í salnum voru að standa þá upp og ganga til dyra með háreistum og stappa þar niður fótum. Þetta kom í sjálfu sér ekki á óvart. Þessir aðilar ekki verið þekktir fyrir kurteisi í gagnrýni sinni á bæjarfulltrúa Á-lista, sem tóku af þeim völdin með naumum meirihluta í síðustu sveitarstjórnakosningum. Frá þeim tíma hefur Á-listinn unnið að krafi að þeim markmiðum sem kynnt voru í upphafi, þ.e. að búa í haginn fyrir atvinnurekstur á nesinu sem fellur að sérstöðu sveitarfélagsins. Þessi þróun hefur mælst vel fyrir í samfélaginu, en virðist ekki höfða til hóps íhaldsmanna sem kannski sjá ofsjónum að í þessu er boltanum ekki bara varpað til einkareksturs og beðið eftir því sem verða vill. Þeim hlýtur þó að vera ljóst að það þarf að koma fleira til en útsvar og fasteignagjöld til að sveitarsjóður geti staðið undir þjónustu við íbúana eins og er almennt í boði í nágrannasveitarfélögunum og uppbyggingu á viðeigandi aðstöðu sem fjölgun íbúa krefst.
Eftir nefndan íbúafund var á forsíðu Morgunblaðsins greint frá fundinum og réttilega sagt að þessi órólegi hópur sjálfstæðismanna var um þriðjungur fundarmanna. Væntanlega gefur atburðurinn góða vísbendingu um fylgi D-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Kristinn Guðmundsson er fulltrúi Álftaneshreyfingarinnar í skipulags- og byggingarnefnd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vandinn 4 milljarðar en ekki 7
8.2.2010 | 10:21
Kristín Fjóla Bergþórsdóttir og Sigurður Magnússon skrifa:
Þessa dagana er mikil umræða um fjárhagsvanda Álftaness og í öllum fréttum er talað um að skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins séu um 7 milljarðar samkvæmt skýrslu sem Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga lét gera og hinn nýji starfhæfi meirihluti" D-listans hefur ekki séð ástæðu til að gagnrýna, -enda úttektin unnin í nánu samráði við bæjaryfirvöld og þannig lituð af skoðunum meirihlutans, sem skortir trú á framtíð Álftaness. Nú hefur Eftirlitsnefndin í framhaldi samstarfs við meirhlutann um tillögugerð þar sem áhersla er lögð á skattahækkanir, stórfelldan niðurskurð þjónustu, gert tillögu um að sveitarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn. Af því tilefni þykir okkur rétt að skýra okkar sjónarmið.
Við viljum ekki gera lítið úr vanda Álftaness, en teljum rangt að mála aðstæðurnar dekkri litum en ástæða er til. Það auðveldar ekki lausn mála og við höfum gert athugasemdir við þessa framsetningu.
Bæði að þær skuldir og skuldbindingar sem þarf að glíma við og endurskipuleggja séu sagðar um 7 milljarðar, þegar réttara er að þær séu rúmir 4, -á þessu er megin munur. Hærri talan knýr á um sameiningu við annað sveitarfélag á meðan lægri upphæðin er viðráðanleg ef Álftanes fær réttláta leiðréttingu sinna mála.
Varðandi þá skoðun okkar að réttara sé að tala um vanda upp á 4 milljarða fremur en 7 eru það einkum þrjú atrið sem við teljum að hefði átt að setja fram á annan hátt, og ekki látið nægja að horfa á skuldir og skuldbindingar einar sér, heldur að meta fremur peningalega stöðu. Þannig verður myndin af vandanum skýrari.
1. Samningar við Búmenn hsf. og Ris ehf. vegna framkvæmda í grænum miðbæ sem fóru af stað á liðnu sumri, upp á 1.2 milljarða eru taldir með skuldum og skuldbindingum, -án allra útskýringa.
Áður en bæjarstjórn tók ákvörðun um þessar framkvæmdir var kallað eftir sérfræðiáliti um áhrif þeirra á bæjarsjóð. Þar segir að samhliða skuldbindingunni fái bæjarsjóður nýjar tekjur af mannvirkjum og nýjum íbúum.
Vegna þjónustumiðstöðvar aldraðra, sem er hluti af framkvæmdinni, fær bæjarsjóður líka styrk frá Framkvæmdasjóði aldraðra, auk þess sem hluti leiguskuldbindingarinnar verði yfirfærður á þriðja aðila.
Í niðurstöðum þessa sérfræðiálits kemur fram að hagnaður og hagræði bæjarsjóðs af skuldbindingunni sé hærri en skuldbindingin sjálf og því muni þessi ákvörðun styrkja stöðu bæjarsjóðs. Í fjárhagsúttekt Eftirlitsnefndarinnar er þessara staðreynda hvergi getið og núverandi bæjaryfirvöld hafa ekki séð ástæðu til að leiðrétta, -enda virðast þau stefna á það eitt að stöðva framkvæmdir á miðsvæðinu, valda bæjarsjóði milljóna tjóni og henda frá sér framtíðar tekjum.
2. Skammtímaskuldir eru sagðar tæpir 1.4 milljarðar, en þess er ekki getið að bæjarsjóður á rúmar 600 milljónir í skammtímskröfum til að mæta þessu. Því er réttara að segja að skammtímaskuldir séu 800 milljónir.
3. Skuldbinding vegna leigu íþróttamannvirkja af Fasteign ehf. eru sagðir 3 milljarðar og er þá miðað við núvirta leiguskuldbindingu til 30 ára. Þessir útreikningar miðast við leigukjör á árinu 2009, en ekki við þá staðreynd að leigan lækkaði um síðustu áramót. Búið var að samþykkja í bæjarstjórn Álftaness og stjórn Fasteignar breygingu á leigusamningi vegna lóðar íþróttamannvirkjanna, en þessi breyting fól í sér 12% lækkun leigunnar út leigutímann. Stjórn Fasteignar hafði jafnframt ákveðið 28.3% lækkun leigunnar um síðustu áramót til Álftaness, eins og annarra leigutaka sinna. Það lá því fyrir, þegar skýrslan var gerð, að leiga myndi lækka um rúm 40% um áramót. Væri tekið tillit til þessa, sem ekki er gert í skýrslunni, lækkar núvirt leiguskuldbinding úr 3 milljörðum í 1.8. Rétt er að geta þess að ákvörðun stjórnar Fasteignar um 28.3% lækkun leigunnar er ákveðin til 12 mánaða og á þá að endurskoðast. Lækkunin er fyrst og fremst vegna þess að það tókst að semja um lægri millibankavexti fyrir hluta af lánasafni Fasteignar. Framkvæmdastjóri Fasteignar hefur látið hafa eftir sér að hann vonist til þess að þessi lækkaða leiga geti að 12 mánuðum liðnum verið framlengd og leigusamningum breytt í samræmi við það. Hann hefur sagt að vissulega kunni millibankavextir að hækka eitthvað aftur, en á móti komi áætluð hægfara styrking krónunnar sem mæti þá slíkri hækkun.
Við mat á fjárhag Álftaness kýs Eftirlitsnefndin að mála aðstæður dekkstu litum og gera ekki ráð fyrir hægum efnahagsbata í þjóðfélaginu þrátt fyrir það að landsstjórnin í áætlunum sínum fyrir þjóðarbúið geri ráð fyrir slíkum hægum bata. Þetta mat nefndarinnar er í takt við áherslur nýs meirihluta D-lista á Álftanesi. Þetta viðhorf einkennir mat þeirra á framkvæmdum í miðbæ Álftaness og mat þeirra á öðrum framtíðarskuldbindingum sveitarfélagsins.
Við erum ósammála þessu viðhorfi. Það stangast á við þær áætlanir ríkisvaldsins að eftir 2010, -jafnvel síðla þess árs taki við nýtt ferli hægs efnahagsbata og hagvaxtar. Við teljum eðlilegt að sveitarfélögin fylgi hliðstæðri áætlunargerð. Aldrei hefur verið brýnna en nú að þjóðin efli með sér trú og kjark í stað bölmóðs og svartsýni.
Meirihluta Á-lista tókst á liðnu sumri, -þegar nágrannasveitarfélögin þurftu að taka á móti lóðaskilum, að selja byggingarrétt fyrir rúmar 400 milljónir. Nýr meirihluti hyggst nú skila þessu fé og stöðva framkvæmdir með tilheyrandi kostnaði og skaðabótakröfum framkvæmdaaðila. Þau hafa því valið leið uppgjafar í stað viðreisnar og nýsköpunar.
Þær tillögur að niðurskurði og skattaálögum sem bæjarstjórn hefur ákveðið að fara og sett fram í samningum við Efitirlitsnefndina eru að okkar mati ófær leið og mun á skömmum tíma eyðileggja samfélag á Álftanesi. Viðbótar skattaálögur munu því ekki skila sér í bæjarsjóð eins og D-listinn er að áætla, því þeir sem geta munu eflaust flýja þessar aðstæður og þannig munu tekjustofnar rýrna.
Vissulega er vandinn mikill og erfiður viðfangs, en þrátt fyrir það teljum við að til séu aðrar leiðir, sem hlífa grunnþjónustu í samfélaginu, og höfum við því til rökstuðnings lagt fram tillögur okkar að fjárhagsáætlun í bæjarstjórn. Tillögur okkar gera ráð fyrir u.þ.b. 100 milljón króna hagræðingu í stað 300 milljónum hjá meirihlutanum, leiðréttingu á jöfnunargreiðslum, hægri uppbyggingu og endurskipulagningu lánasafns. Tillögur okkar eru vandaðar og vel rökstuddar. Þær hafna óhóflegum niðurskurði, sérsköttun á íbúana og byggjast á framtíðarsýn.
Kristín Fjóla Bergþórsdóttir er bæjarfulltrúi Á-lista og Sigurður Magnússon er bæjarfulltrúi Á-lista og fyrrverandi bæjarstjóri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Athugasemd við yfirklór Halldórs Halldórssonar
8.2.2010 | 10:16
Sigurður Magnússon skrifar:
Í gær skrifaði ég pistil visi.is í tilefni af fréttaviðtali við Halldór Halldórsson, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóra á Ísafirði.
Í viðtalinu sem fjallaði um fjárhagsvanda Álftaness sagði hann að ríkið yrði að koma að málum, en ekki endilega með fjárstuðningi. Þetta sagði formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga þótt honum væri kunnugt um greinargerð Álftaness til Jöfnunarsjóðsins þar sem rökstudd er krafa um leiðréttingu á jöfnunargreiðslum. Í grein minni sýndi ég fram á að greiðslur til Ísafjarðar eru miklu hærri en til Álftaness og taldi það sanna að regluverk sjóðsins þyrfti endurskoðunar við. Til að sveitarfélögin væru jafnsett þyrftu árlegar greiðslur til Álftaness að hækka um 150 milljónir.
Á fréttavef www.bb.is er haft eftir Halldóri að samanburður minn sé rangur af því að sveitarfélögin tvö séu ekki samanburðarhæf, m.a. vegna þess að aðstæður séu ólíkar t.d. séu fleiri skólar á Ísafirði . Þetta er yfirklór hjá formanninum. Að sjálfsögðu eru þessi tvö sveitarfélög ólík um margt t.d. eru 60% fleirri leikskólabörn á Álftanesi og 20% fleiri grunnskólabörn og margt annað mætti nefna, s.s. að nær ekkert atvinnulíf er á Álftanesi sem færir tekjur í bæjarsjóð.
En þetta er ekki kjarni málsins heldur sú staðreynd sem ég nefni í grein minni að fjárhagsaðstæður,- áður en greitt er úr Jöfnunarsjóði eru sambærilegar í báðum sveitarfélögunum, þ.e.a.s., tekjur deilt á íbúa þær sömu og eins rekstrarkostnaður. Því þarf að spyrja af hverju fær annað sveitarfélagið þ.e.a.s Ísafjörður miklu hærri greiðslur frá Jöfnunarsjóði og styrkir þannig rekstur sinn umfram Álftanes? Af hverju mælir reiknivél sjóðsins aðstæður á Ísafirði umfram aðstæður á Álftanesi, Ísafirði til tekna, og vanmetur séraðstæður á Álftanesi s.s. hátt hlutfall barna og skort á tekjum frá atvinnulífi? Er ekki Halldór, formaður Sambandsins, sammála því að mikilvægt sé að styðja við barna- og æskulýðsstarf sveitarfélaganna og að hlúa beri sérstaklega vel að samfélagi með hátt hlutfall barna og unglinga?
Hvers vegna þá að hafa Álftanes afskipt sem er með um 40% hærra hlutfall barna og unglinga en landsmeðaltal?
Formaður Sambands íslensksra sveitarfélaga getur ekki, þótt hann sé bæjarstjóri á Ísafirði og vilji verja tekjur sinnar heimabyggðar, skautað yfir þessar staðreyndir og reynt að þagga umræðuna um þá mismunun sem Álftanes hefur verið beitt árum saman. Hann má ekki rugla saman hlutverki sínu sem bæjarstjóri og skyldum sínum sem formaður íslenskra sveitarfélaga.
Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í tilefni af viðtali við Halldór Halldórsson
8.2.2010 | 10:13
Sigurður Magnússon skrifar:
Halldór Halldórsson, formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga , sagði í viðtali fyrir helgi að ríkisvaldið þyrfti að koma að vanda Álftaness, en ekki endilega með fjárframlögum og var ekki hægt að skylja orð hans öðruvísi en að sveitarfélagið þyrfti að sameinast öðru sveitarfélagi. Ekki sá Halldór ástæðu til þess að taka undir kröfu Álftnesinga um leiðréttingu á greiðslum frá Jöfnunarsjóði . Þó sýnir skýrsla að Álftanes þarf 150 - 200 milljón króna leiðréttingu árlega í viðbótarframlög til að standa fjárhagslega jafnfætis nágrannasveitarfélögum. Þessi mismunun gagnvart Álftanesi hefur viðgengist um árabil. Hvers vegna beitir Halldór, sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sér ekki fyrir leiðréttingu þótt stjórn samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu hafi ályktað til stuðnings Álftanesi? Hann er ef til vill að verja fjármuni Jöfnunarsjóðsins fyrir þéttbýlissveitarfélagi. Það er sjónarmið út af fyrir sig enda mörg sveitarfélög á landsbyggðinni með erfiðann rekstur, en ber ekki Halldóri að víkja landshlutasjónarmiðum til hliðar og meta alla mismunun, með sama hætti og gera kröfur á ríkisvald ef fjármuni vanta til að Jöfnunarsjóðurinn geti rækt hlutverk sitt.
31% skatttekna Ísafjarðar koma frá Jöfnunarsjóði til Ísafjarðar
Ég velti því fyrir mér hvort Halldór hafi ruglastí ríminu, um hlutverk sitt, en hann gegnir líka stöðu bæjarstjóra á Ísafirði . Bæjarsjóðurinn sem hann veitir forstöðu fær rúmlega 31 % skatttekna sinna frá Jöfnunarsjóðnum, á meðan Álftanes fær 15 %. Í tilefni af þögn Halldórs um réttmæta leiðréttingu til Álftaness fletti ég upp í Árbók um fjármál sveitarfélaganna vegna rekstrar 2008 og þar koma m.a. fram eftirfrarandi upplýsingar: Tekjur Ísafjarðabæjar frá Jöfnunarsjóði 2008 voru 619 milljónir eða 156 þúsund deilt á hvern íbúa . Á Álftanesi voru jöfnunargreiðslur 172 milljónir eða 68 þúsund á hvern íbúa. Hér munar tæpum 100 þúsundum á íbúa. Álftanes þyrfti u.þ.b. 150 milljónir til viðbótar til að stuðningur sjóðins væri sambærilegur í báðum sveitarfélögunum að teknu tilliti til íbúafjölda. Skoðum betur fjárhagsaðstæður í bæjunum tveimur áður en kemur til greiðslna frá Jöfnunarsjóði. Skatttekjur eru mjög sambærilegar, eða 345 þúsund á Ísafirði , deilt á hvern íbúa en 354 á Álftanesi. Kostnaður í bæjarsjóðum er líka sambærilegur, þannig er launakostnaður 308 þúsund á íbúa og annar rekstrarkostnaður 205 þúsund á íbúa á Ísafirði meðan þessi sami kostnaður er 298 þúsund og 192 þúsund á Álftanesi. Rekstur og skattekjur eru því sambærileg,- reyndar þrátt fyrir þá staðreynd að leikskólabörn eru u.þ.b. 60% fleirri hlutfallslega á Álftanesi og grunnskólabörn um 20% fleirri, sem undirstrikar góðan rekstur stofnana á Álftanesi í samanburði við Ísafjörð. Þetta hærra hlutfall barna og unglinga á Álftanesi ætti líka að hækka jöfnunargreiðslur frá sjóðnum til Álftaness, en gerir það ekki.
Sjáfstæðismenn á Álftanesi skattleggja og skera niður
En hvað sem öðru líður er kominn tími til að láta af því einelti sem Álftnesingar hafa mátt búa við í umræðunni um fjárhagsmál sín. Lítið sveitarfélag hefur skaðast um milljarða vegna efnahagshunsins en fyrir hafði það búið við mismunun varðandi Jöfnunargreiðlur í mörg ár. Talar ekki landstjórnin og forysta sveitarfélaganna um að hlífa börnum og unglingum við afleiðingum kreppunnar. Álftanes er barnmesta sveitarfélag landsins og þarf þó að búa við sérsköttun og stórfelldan niðurskurð á þjónustu vegna þess að mál þess fá ekki eðlilega leiðréttingu. Fyrirhugaður niðurskurður grunnþjónustu á Álftanesi bitnar mest á börnum og unglingum, en 80% niðurskurðaruins er á málaflokka uppeldis,fræðslu og æskulýðsmála. Sjálfstlæðismenn á Alþingi tala gegn skattaálögum til að rétta af stöðu ríkisjóðs en samþykkja skattaálögur og þjónustuskerðingu á Álftanes, sem viðbót við álögur ríkisvaldsins. Til viðbótar á að stöðva uppbyggingu í bæjarfélaginu og skila til baka óreglulegum tekjum fyrra árs , um 400 milljónir, sem meirihluti Á-lista aflaði. Allt er þetta í anda bölmóðs og svartsýni þegar þörf er á kjarki og bjartsýni. Ég kalla eftir réttlæti fyrir Álftnesinga, málefnalegri aðkomu yfirvalda með leiðréttingu á jöfnunargrreiðslum og endurskipulagningu lána og eigna vegna afleiðinga efnahagshrunsins.
Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista á Álftanesi og fyrrverandi bæjarstjóri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stóryrði og sleggjudómar!
8.2.2010 | 09:37
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óstjórn á Álftanesi, fullyrðir Þór Saari þingmaður
6.2.2010 | 16:33
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.2.2010 kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fulltrúar Á-lista mótmæltu leynimakki um framtíð sveitarfélagsins
23.1.2010 | 20:43
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eiga Álftnesingar að sameinast nágrannasveitarfélagi?
22.1.2010 | 01:34
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.2.2010 kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Athugasemdir Álftaneshreyfingarinnar
16.12.2009 | 23:36
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.12.2009 kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Álftaneslaugin opnuð !
25.5.2009 | 11:49