Vinnubrögð „hins starfhæfa meirihluta“
5.3.2010 | 01:10
Kristín Fjóla Bergþórsdóttir skrifar:
Vinnubrögð hins starfhæfa meirihluta" á Álftanesi, -eins og hann sjálfur kýs að kalla sig, eru fráleit í þessu, - eins og því miður svo mörgu öðru. Það er fullkominn dónaskapur við íbúa á Álftanesi að upplýsa þá um að þeim sé ætlað að taka þátt í skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélagsins við annað sveitarfélag með rúmlega sólarhrings fyrirvara.
Ekki nóg með það, heldur neitar hinn starfhæfi meirihluti" að leyfa Álftnesingum að velja þann kost að vilja búa í sjálfstæðu sveitarfélagi, - ef fjárhagsleg endurskipulagning sem nú er unnið að og samningar við ríkisvald leiða til þess að sveitarfélagið geti verið sjálfbært og hægt sé að aflétta aukanum sköttum og hverfa frá niðurskurði.
Spurningarnar sem hinn starfhæfi meirihluti" ætlar að leggja fyrir íbúana þættu í besta falli ágætlega unnar af menntaskólanemum!
Auglýsingin sem send var Álftnesingum inn um lúguna í kvöld er talandi dæmi um metnaðar- og virðingarleysi hins starfhæfa meirihluta". Meðfylgjandi auglýsingunni er ljósrituð gjaldskrá nágrannasveitarfélaganna, -þar sem borin eru saman epli og appelsínur- og fólki ætlað að notast við hana til að velja sér sveitarfélag til sameiningar!!!
Heldur hinn starfhæfi meirihluti" að fólki sé alveg sama hvað verður um það, bara ef það borgar minna? Já, það er einmitt það sem á að keyra á núna. Nú á að stilla fólki upp við vegg og láta það velja; annarsvegar að búa skattpínt og niðurskorið á Álftanesi eða, að öðrum kosti, að sameinast því sveitarfélagi sem er með lægsta gjaldskrána! Hvað heldur hinn starfhæfi meirihluti"?
Vissulega er fólk reitt yfir þeim álögum og niðurskurði sem það situr uppi með, en það þarf enginn að segja mér að því sé samt sama hvað verður um það. Heldur hinn starfhæfi meirihluti" að ekki þurfi að upplýsa íbúa um aðra kosti nágrannasveitarfélaga okkar en gjaldskrár, -sem auk þess geta breyst á nokkurra mánaða fresti og eru því ekkert loforð um betri tíð með blóm í haga! Heldur hinn starfhæfi meirihluti" að það skipti engu máli hvaða sveitarfélag er tilbúið að veita okkur þá þjónustu sem við óskum, og heldur hinn starfhæfi meirihluti" að engu máli skipti hvaða sveitarfélag er tilbúið að halda áfram uppbyggingu á Álftanesi í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir og heldur hinn starfhæfi meirihluti" að ekki þurfi að tryggja náttúruverndarsjónarmið Álftnesinga. Heldur hinn starfhæfi meirihluti að hann geti bara komið fram við Álftnesinga eins og honum sýnist"?
Nei, -nú hafa Álftnesingar sýnt það enn og aftur að þeir láta ekki bjóða sér hvað sem er og hafa í hundraðatali skrifað undir mótmæli við auknum sköttum og niðurskurði til yfirvalda. Þessir sömu íbúar hafa margir hverjir talað um að ekki sé tímabært við þær aðstæður sem nú eru á Álftanesi að láta íbúana taka afstöðu til sameiningar, -og það er einmitt það sem er svo rangt. Að stilla íbúum upp við vegg við þessar aðstæður, -án þess að upplýsa um þá ólíku kosti sem sameining við einstök sveitarfélög hefur.
Það er algjörlega óábyrgt af "hinum starfhæfa meirihluta" að gera slíka skoðanakönnun nú, þegar aðstæður á Álftanesi eru með þeim hætti að þær kunna að knýja íbúa til að velja fremur sameiningu en sjálfstætt sveitarfélag.
Kristín Fjóla er bæjarfulltrúi Á-lista
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forkastanleg vinnubrögð meirihlutans á Álftanesi
5.3.2010 | 01:05
Í póstkassann minn var að berast kynning á umræddri skoðanakönnun, kynning sem líka hefur verið birt á vefsíðu sveitarfélagisns (sjá hér). Þar kemur fram að íbúum gefst tækifæri á að tjá skoðun sína um hvot rétt sé að sameinast öðru sveitarfélagi og hvaða sveitarfélagi hver og einn vill helst sameinast.
Ekki er gert ráð fyrir möguleika á að sveitarfélagið. og "starfhæfur meirihluti" eins og núverandi meirihluti kynnti sig, geti unnið sig frá þeirri stöðu sem nú er og hefur ítrekað verið haldið að fólki að sé ómöguleg. Um þetta eru þó alls ekki allir sammála. Greinilegt er af þeim upplýsingum sem fylgja skoðanakönnuninni að meirihluti bæjarstjórnar og bæjarstjórinn knýja á að íbúarnir meti stöðuna aðeins út frá einu þröngu sjónarhorni - hver býður hagstæðustu skilyrðin fyrir budduna - og í þetta sinn er sýndur samanburður gjaldskráa frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er vikið að því hver yrðu framtíðaráform fyrir samfélagið og sveitina eða hvað nefnd sveitarfélög eru tilbúin að samþykkja af nærþjónustu fyrir íbúana.
Markmiðið er augljóst, sækja rökstuðning fyrir áformum um sameiningu, og skammsýnin alger - eða vita menn ekki að gjaldkrám er breytt u.þ.b. árlega.
Hver er svo akkur sameiningar í stað þess að verða við kröfu um leiðréttingu greiðslna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, eins og fulltrúar Á-listans hafa bent á. Byggðin á nesinu verður alveg jafn fjárhagslega ósjálfstæð eftir sameiningu og afleiðingin sú að þá þarf að sækja það fé sem upp á vantar í einn sveitarsjóð einhvers nágrannans í stað þess að sækja það úr sameiginlegum jöfnunarsjóði landsmanna. Er tregða samgöngumálaráðuneytis til að afgreiða kröfu um endurskoðun greiðsla úr Jöfnunarsjóðnum vísbending um að sjóðurinn er eyrnamerktur landsbyggðinni, til að rétta stöðuna þar sem fólksfækkun á sér stað - en tekur ekki tillit til vanda þar sem ungt fólk af landsbyggðini velur að setjast að með sýnum börnum á höfuðborgarsvæðinu? Ég get ekki betur séð en að þar með virki Jöfnunarstjóður gegn markmiði samgönguráðuneytisins um að fækka sveitarfélögum á landsvísu.
Kristinn er fulltrúi Á-lista í skipulags- og byggingarnefnd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ótímabær skoðanakönnun á Álftanesi
4.3.2010 | 22:28
Meirihluti bæjarráðs hafnaði öllum tillögum Á-lista um vandaðan undirbúning fyrir skoðanakönnun um sameiningarmál, eins og lesa má af fundagerð bæjarráðs í dag - http://alftanes.is/stjornsysla/fundargerdir/nr/13687/ , afgreiðsluna og bókanir. Tillögurnar voru:
Tillaga frá Á-lista.
Bæjarráð samþykkir að fresta skoðanakönnun um viðhorf íbúa Álftaness til sameiningar þar til lokið er endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins og þar til frekari upplýsingar liggja fyrir um kosti sameiningar við einstök sveitarfélög s.s. með tilliti til nærþjónustu. Vanda þarf líka gerð spurninga og leita álits sérfróðra aðila um gerð og framsetningu þeirra, og kynna þær íbúum með hæfilegum fyrirvara.
Afgreiðsla: Hafnað 2:1 fulltrúi Á-lista á móti.
Tillaga frá Á-lista:
Bæjarráð samþykkir að í spurningavagninum sem íbúar svara í fyrirhugaðri skoðanakönnun um sameiningarmál n.k. laugardag verði hægt að merkja við eftirfarandi valmöguleika:
Sjálfstætt sveitarfélag á Álftanesi, ef fjárhagsleg endurskipulagning sem nú er unnið að og samningar við ríkisvald leiða til þess að sveitarfélagið geti verið sjálfbært og hægt sé að aflétta nýsamþykktum auka-sköttum og hverfa frá boðuðum niðurskurði.
Afgreiðsla:Hafnað 2:1, fulltrúi Á-lista á móti.
Álftaneshreyfingin átelur harðlega þessi viðvaningslegu vinnubrögð meirihlutans og varar við því að það er vandmeðfarið að meta niðurstöður sem fengnar eru með fljótræði og við óeðlilegar aðstæður - því álítum við skoðanakönnunina ótímabæra.
f.h. bæjarmálaráðs Álftaneshreyfingar / kg
Áhugi Álftnesinga á sameiningu kannaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
80% af áætluðum niðurskurði bitnar á börnum og unglingum
27.2.2010 | 01:17
Kristín Fjóla skrifar:
Á Álftanesi búa um 2.500 íbúar. 33% þeirra - eða um 830 eru börn og unglingar. Frá því efnahagshrunið skall yfir íslendinga síðari hluta árs 2008 hafa ráðamenn ríkis og sveitarfélaga allir talað sem einn um mikilvægi velferðar barna og unglinga og haldið því á lofti að gæta beri þess að afleiðingar hrunsins bitni ekki á þeim.
Þann 12. janúar sl. barst stjórnsýslu Álftaness tölvubréf frá umboðsmanni barna, Margréti Maríu Sigurðardóttur, þar sem hún minnir á 3. gr. Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna, en sú grein felur í sér; að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem þau varða. Segir umboðsmaður barna í bréfi sínu, að af ákvæðinu leiði m.a. það, að skylt sé að leita annarra leiða við niðurskurð, áður en þjónusta við börn sé skert með einum eða öðrum hætti.
Á Álftanesi búa börn og unglingar við annan veruleika. Þann 27. janúar sl. kynnti meirihluti bæjarstjórnar Álftaness tillögur sínar að niðurskurði vegna fjárhagsvanda sveitarfélagsins upp á um 180 milljónir, -þar af snúa um 140 milljónir með einhverjum hætti að starfi með, -og fyrir, börn og unglinga. Þessar tillögur hafa nú verið samþykktar af meirihluta bæjarstjórnar.
Í beinu framhaldi af þeim forsendubresti sem varð við efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 stendur Sveitarfélagið Álftanes nú frammi fyrirfjárhagsvanda sem finna þarf lausn á. Vissulega er, við þær aðstæður, eðlilegt að hagræða í rekstri og þrengja að, þar sem hægt er. Það þarf sjálfsagt hvert heimili í landinu að gera um þessar mundir, - en allt hefur sín takmörk.
Þær tillögur sem nú hafa verið samþykktar af meirihluta bæjarstjórnar eru óásættanlegar fyrir íbúa sveitarfélagsins og það sem alvarlegast er við þær, er sú staðreynd að 80% af niðurskurðinum bitnar á barna- og unglingastarfi. Ég óttast að þessi stórfelldi niðurskurður muni stórskaða samfélag á Álftanesi með ófyrirséðum afleiðingum.
Með tillögum sínum hefur meirihluti bæjarstjórnar samþykkt:
- að leggja niður vinnuskóla unglinga í sumar
- að skerða fjárframlög til tónlistarkennslu um 55% og setja framkvæmd hennar í hættu
- að leggja niður stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa
- að leggja niður stöðu leikskólafulltrúa
- að leggja niður stöðu félagsmálastjórna
- að leggja niður stöðu fræðslustjóra
- að leggja niður stöðu forstöðumanns íþrótta- og sundmiðstöðvar
- að fella niður íþrótta- og tómstundastyrki til barna og unglinga
- að skerða mjög styrki til félaga eins og UMFÁ og skátafélgsins Svana, sem halda uppi starfi fyrir börn og unglinga
- að hætta niðurgreiðslu hádegismáltíða fyrir grunnskólabörn
- að hætta heimgreiðslum til foreldra ungra barna að loknu fæðingarorlofi
- að fækka starfsmönnum Frístundar, -sem er vistun grunnskólabarna eftir að skóladegi lýkur
- að fjölga börnum á leikskóladeildum
- að draga úr aðkeyptri þjónustu sérfræðinga í leik- og grunnskóla
- að skerða fjárframlög til grunnskólans um tugi milljóna
- að lækka styrki til allra almennra félagasamtaka íbúanna
- að hækka öll þjónustugjöld
- að hækka fasteignaskatta og útsvar
- að leggja niður stöðu skipulags- og byggingarfulltrúa
Að lokum hefur verið samþykkt að stytta opnunartíma sundlaugar! Sundlaugarinnar sem kostaði svo mikið að hún er af sumum sögð hafa, - ein ogsér, sett sveitarfélagið á hausinn. Til viðbótar ákvörðunar um styttri opnunartíma bættist svo við, - á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi, að segja uppforstöðumanni sundlaugarinnar og sameina starf hans starfi íþrótta- og tómstundafulltrúa, - sem áður átti að leggja niður! Áætlað er að þessi breyting taki gildi á miðju sumri, þ.e. á háannatíma sundlaugarinnar, en til glöggvunar um umfang hennar, þá hafa rúmlega 84.000 gestir borgað sig ofan í laugina frá opnun hennar fyrir 9 mánuðum, 12.600 komur eru í Nautilus og um 9.000 komur í skólasund.
- Það er skrýtið að eiga mjólkurkýr,
borga ofan í hana fóðrið,
en hella svo niðurmjólkinni!
Allt að 84% skatttekna sveitarfélagsinsfara til uppeldis- og fræðslumála
Álftanes er á ýmsan hátt frábrugðið öðrum sveitarfélögum. Eitt af því semer óvenjulegt, - og um leið óheppilegt við Álftanes, er það að hér er ekkert atvinnulíf, - vegna þess að hér hefur aldrei verið hugsað fyrir því að koma því upp. Þótti ekki taka því, - það væri svo litlar tekjur af því að hafa!
Bygging þessarar eftirsóttu sundlaugar var m.a. einn hlekkur í þeirri keðju að byggja hér upp atvinnulíf með áherslu á menningartengda ferðaþjónustu. Aðsóknartölur sundlaugarinnar sýna að sá hlekkur var sterkur.
Á sama tíma og meirihluti bæjarstjórnar Álftaness samþykkir samning við Eftirlitsnefnd sveitarfélaga um að leggja hér á aukna skatta og óbærilegan niðurskurð hefur hann ekki krafist, - og þá meina ég krafist, svara frá ríkinu, sem ber ábyrgð á starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, um það hvort leiðrétta eigi greiðslur til sveitarfélagsins Álftaness, en sýnt hefur verið fram á að þær séu of lágar. Það er óumdeilt hlutverk sjóðsins að honum beri að jafna aðstöðumun sveitarfélaga, og sá aðstöðumunur getur verið af ýmsum toga.
Á Álftanesi stafar hann fyrst og fremst af þeim óvenjulegu forsendum að hér er fjöldi barna um 40% meiri en að meðaltali í flestum öðrum sveitarfélögum og að sveitarfélagið hefur engar tekjur af atvinnulífi. Úthlutunarreglur sjóðsins virðast ekki ná að dekka þessar tvær breytur nægilega vel, - en eins og áður sagði, eru þær báðar óvenjulegar. Ef það reynist rétt að þær reglur sem sjóðurinn úthlutar eftir í dag ná ekki aðjafna þann aðstöðumun sem Álftanes býr við þarf að breyta þeim reglum, - til aðrétt sé gefið.
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ályktað um þetta efni til stuðnings Álftanesi, en ráðherra sveitarstjórnarmála og forysta sveitarfélaganna á landsvísu forðast efnislega umfjöllun um málið, - væntanlega af ótta við það aðkomi í ljós að kröfur Álftaness séu réttar, muni það skerða greiðslur til dreifbýlissveitarfélaga, þar sem sjóðurinn hefur einungis ákveðna upphæð til umráða.
Ekki á ég þá ósk að við leiðréttingu okkar mála þurfi önnur sveitarfélög að taka á sig óréttmæta skerðingu, heldur krefst ég þess að rétt sé gefið. Það sem til þarf að koma, samhliða breyttum reglum, er aukið fé til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga svo hann geti, eins og honum ber skylda til, jafnað aðstöðumun ALLRA sveitarfélaga í landinu á sanngjarnan hátt.
Bæjarfulltrúar Á-lista hafa, allt frá árinu 2007, barist fyrir þessari leiðréttingu og fylgt málinu eftir af bestu getu og er farið að lengja eftir niðurstöðu. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur núverandi meirihluti bæjarstjórnar hinsvegar ekki viljað leggja þann kraft sem til þarf í að fylgja kröfunni eftir. Það er ótrúlegt að við, fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn, skulum vera í því hlutverki að herja á ríkið um þessa leiðréttingu á meðan fulltrúar meirihlutans sitja hljóð hjá, bíða þess sem verða vill og ganga til samninga við Eftirlitsnefnd sveitarfélaga um að leggja aukna skatta og óbærilegan niðurskurð á íbúana ánþess að krefja ríkið svara við þessari sanngjörnu og rökstuddu kröfu Álftaness. Hvað er það sem þau óttast?
Ég skora á nýstofnuð Hagsmunasamtök íbúa á Álftanesi að gera það að forgangskröfu sinni að fá þessar greiðslur leiðréttar. Það er krafan sem skiptir mestu máli fyrir fjárhag sveitarfélagsins, - þó að fleira þurfi að koma til.
Það er von mín, að sú Fjárhaldsstjórn sem nú hefur verið skipuð sveitarfélaginu sjái að ekki er hægt að ganga svo nærri samfélagi á Álftanesi sem meirihluti bæjarstjórnar hefur lagt til og samþykkt, og aðstoði okkur við að finna aðrar og ásættanlegri leiðir.
Kristín Fjóla Bergþórsdóttir er bæjarfulltrúi Á-lista
Bent er á umfjöllun Kristínar Fjólu á 79. fundi bæjarstjórnar, þann 27. janúar sl. Slóðin er http://www.alftanes.is/stjornsysla/fundargerdir/nr/13559/ og með því að stilla tímabendilinn á 4:39:10 komið þið beint að umfjöllun hennar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skýrslan, sem afhent var Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir tæpu ári
26.2.2010 | 11:57
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úthlutunarreglur endurskoðaðar
26.2.2010 | 11:06
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viðreisn og nýsköpun í stað uppgjafar
22.2.2010 | 23:20
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.2.2010 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framtíðarsýn íbúa á Álftanesi - heyrist rödd þín?
12.2.2010 | 01:43
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.2.2010 kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meint vanhæfi EFS - stjórnsýslukæra
12.2.2010 | 00:46
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.2.2010 kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einelti,vanhæfi, - „Jón er ekki sama og séra Jón“
11.2.2010 | 14:23