Ótti og innantómt hjal Sjálfstæðismanna á Álftanesi

TryggviNú nýverið sendu Sjálfstæðismenn á Álftanesi bækling um stefnumál sín inn á hvert heimili. Þar er vitaskuld í meginatriðum um innistæðulaust hjal að ræða sem finna má hjá flestum framboðum á landsvísu: Þeir eru á móti einelti í skólanum, vilja auka forvarnarstarf, stuðla að atvinnurekstri í sveitarfélaginu, fjölga sorpílátum, bjóða upp á hollan mat í skólanum, byggja upp nýjan golfvöll, leysa skuldavanda sveitarfélagsins með samningum, sameinast öðru sveitarfélagi í sátt við íbúana og fleira. Þetta eru allt saman hin ágætustu mál sem ekki er þó sérstaklega útskýrt hvernig á að framkvæma. Ein greinin vakti þó athygli mína og var það pistillinn um fræðslu- og uppeldismál. Þótt margar hugmyndir þar séu ágætar, og má m.a. lesa útfærslu sumra þeirra í nýrri skólastefnu sem Álftaneshreyfingin lét vinna á síðasta kjörtímabili, var eitt atriði sem vonandi var sett fram af þekkingarleysi á málaflokknum. Það var hugmyndin um að fella Tónlistarskóla Álftaness inn í grunnskólann. Að ætla sér að fella tónlistarskóla, hvers starfsemi er ekki lögbundin, inn í stofnun sem sinnir lögboðinni kennslu, sérstaklega á tímum aðhalds og niðurskurðar, er vanhugsuð hugmynd í meira lagi og mun að öllum líkindum ganga af Tónlistarskólanum dauðum, ef núverandi niðurskurður verður ekki búinn að taka af Sjálfstæðismönnum ómakið. Tónlistarskóli Álftaness verður að halda sjálfstæði sínu ef hann á að lifa. Þó að þessi umrædda grein hafi vakið athygli mína var það fremur skortur á öðrum sem varð kveikjan að þessari grein. Um árabil hefur Álftaneshreyfingin vakið athygli á að hið barnmarga samfélag okkar, samhliða fátæklegum tekjustofnum, hafi ekki notið sanngjarnrar úthlutunar frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Álftaneshreyfingin lét vinna vandaða skýrslu sem rökstuddi mál hennar og fylgdi kröfu um að úthlutunin yrði hækkuð. Halda mætti að öll bæjarstjórnin myndi standa saman þegar að kæmi að því að útvega fé í fjárvana sveitarfélag, en því var ekki að skipta. Sjálfstæðismenn gerðu lítið úr þessari kröfu, afgreiddu hana með háði og spotti og fengu utanaðkomandi aðila til að draga úr áreiðanleika umræddrar skýrslu. Nú hefur rannsókn Ríkisendurskoðunar leitt það í ljós að krafa Álftaneshreyfingarinnar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga var og er réttmæt og eftir stendur aðeins að Sjálfstæðismenn stóðu gegn því að sveitarfélagið Álftanes gæti aflað meiri tekna á erfiðum tímum, tekna sem hefðu jafnvel getað skipt milljónatugum árlega. Í raun skiptir upphæðin engu máli. Sjálfstæðismenn lögðust einfaldlega gegn því að sveitarfélagið aflaði meiri tekna. Ekki er minnst einu orði á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í nýjum bæklingi, sennilega til þess að tvískinnungshátturinn i þessu máli komist ekki í hámæli. Annað atriði sem er listilega sneitt hjá í umræddum bæklingi er sú staðreynd að Álftaneshreyfingin stefndi að byggingu menningar- og náttúrufræðiseturs og eru tvö ráðuneyti þegar búin að undirrita viljayfirlýsingu um að koma að rekstri þessa húss. Álftaneshreyfingin hefur hvatt til þess að ríkið kaupi lóð undir umrætt menningar- og náttúrufræðisetur, þótt bygging þess tefðist um einhver ár og færi á þann hátt tekjur í tóman kassann. Sjálfstæðismenn tala í bæklingi sínum um að þeir möguleikar sem sveitarfélagið hafi upp á að bjóða í menningu og afþreyingu verði nýttir til atvinnusköpunar, en forðast að minnast á að tækifærið er nú þegar fyrir hendi og stendur rétt við bæjardyrnar. Ég get ekki orða bundist yfir hræðslu Sjálfstæðismanna á Álftanesi við Sigurð Magnússon, oddvita Á-listans. Í lok kosningabaráttu sinnar, þar sem flaggað er því slagorði að ekki skuli nú láta fortíðina flækjast fyrir, heldur horfa til framtíðar, grafa menn upp tæplega ársgamalt mál og kæra Sigurð Magnússon fyrir brot á stjórnsýslulögum. Eftir allan þennan tíma telja menn þessa tímasetningu rétta og virðist kæran frekar vera sett fram í einhverju fýlukasti yfir því að Ríkisendurskoðun hefur ekki skilað af sér skýrslunni, heldur en af einhverjum haldbærum ástæðum. Víst er það slæmt að skýrsla Ríkisendurskoðunar hefur ekki borist, en taka verður með í reikninginn að tafirnar má að hluta rekja til bæjarskrifstofanna á Bjarnastöðum, því að í ljós kom að mörg þeirra gagna sem bæjarfulltrúar Álftaneshreyfingarinnar vísuðu til í rökstuðningi sínum höfðu einhverra hluta vegna ekki borist til embættis Ríkisendurskoðunar, örugglega vegna mistaka. Sökin á biðinni liggur því ekki einvörðungu hjá Ríkisendurskoðun, heldur einnig hjá hinum háu herrum á Bjarnastöðum.Tryggvi M. Baldvinsson 4. sæti Á-listans

Á-listi talar fyrir viðreisn í stað kyrrstöðu

SigurðurSorglegt hvernig D-listinn og L-listinn starfa á lokasprettinumÁ-listinn er íbúaframboð og er fólk úr öllum flokkum og óflokksbundið á listanum og í baklandi framboðsins. Framboðið er fyrst og fremst, eins og áður, mótvægi við D-listann sem lengst af hefur ráðið málum á Álftanesi. Vonandi draga framboð S og B-lista ekki verulega úr árangri Á-listans, enda eru t.d. margir kjósendur Samfylkingar í landsmálum stuðningsmenn Á-lista á Álftanesi. Formaður og varaformaður Samfylkingarfélagsins á Álftanesi skipa þannig m.a. sæti á listanum. Mest er um vert, þrátt fyrir að margir listar séu í boði, að Á-listinn fái gott brautargengi í kosningunum. Á-listinn hefur kynnt málefnalegar tillögur,bæði varðandi kröfur á Ríkisvaldið um leiðréttingu á greiðslum frá Jöfnunarsjóði og tillögu um að ríkið kaupi hlutafé sveitarfélagsins í Fasteign og verði andvirðið notað til að kaupa íþróttamiðstöðina. Á-listinn vill halda áfram framkvæmdum á miðsvæðinu, sem gefa bæjarsjóði nýjar tekjur, meðan D-listinn stöðvar þær. Á-listinn hefur líka sett fram samningsmarkmið í áformuðum viðræðum um sameiningu og valið Reykjavík sem viðræðuaðila. Í öllum þessum stóru málum er stefna D-listans misvísandi og óljós.Þrátt fyrir þá ágjöf sem Á-listinn fékk á síðasta ári kemur hann nú fram með glæsilegt framboð og kynnir fjölda nýrra stuðningsmanna í 40 manna baklandi listans, eða þá sem gefa kost á sér til starfa í nefndum. Við frambjóðendur Á-lista finnum fyrir stuðningi fyrir áframhaldandi hægri uppbyggingu, atvinnu og viðreisn, í stað kyrrstöðu og svartsýni D-listans. Íbúarnir gera sér líka betur grein fyrir ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á efnahagshruninu eftir útkomu Rannsóknarskýrslu Alþingis og um leið hvernig hrunið fór illa með bæjarsjóð Álftaness. En nú á síðustu dögum kosningabaráttunnar er engu líkara en forysta D-listans og oddviti L-lista séu farnir að örvænta. Nú síðast með því kæra til sveitastjórnaráðuneytis, lántökur vegna framkvæmda á síðasta ári. Kæran er tilefnislaus, enda allar lántökur bæjarsjóðs sumarið 2009 í samræmi við fjárhagsáætlun og samþykktir bæjarstjórnar.Það er sorglegt þegar stjórnmálaumræða breytist í róg og persónuníð. Íbúar Álftaness geta vandað um fyrir þeim sem þannig starfa með öflugum stuðningi við Á-listan á laugardaginn.Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúi Á-lista og fyrrum bæjarstjóri

Sérfræðiskýrslur

Hér á eftir fer listi yfir nokkur sérfræðiálit og skýrslur sem Álftaneshreyfingin lagði til grundvallar þeim ákvörðunum sem voru teknar um uppbyggingu miðbæjarins og sveitarfélagsins alls:

1. Samanburður á kaupum og leigu íþróttaaðstöðu

2. Mat á skuldaþoli Sveitarfélagsins Álftaness

3. Mat á skuldaþoli Sveitarfélagsins Álftaness vegna þjónustumiðstöðvar

Von er á fleiri greinargerðum.

Stefna Álftaneshreyfingarinnar var og er að standa vörð um nærþjónustu og umhverfið sem við búum í. Þegar Á-listinn tók við meirihluta sveitarfélagsins lá fyrir að rekstarforsendur þess voru hæpnar í þáverandi mynd. Nefndar sérfræðiskýrslur lágu til grundvallar þeirri uppbyggingu sem Á-listinn stóð fyrir á núverandi kjörtímabili til að búa okkur betra samfélag.

 Frambjóðendur Á-listanns


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Barbabrellur Sjálfstæðismanna á Álftanesi

TumiTumi skrifar:

Þegar ég flutti á Álftanesið fyrir þremur árum og fór að kynna mér bæjarmálin varð ég mjög undrandi yfir þráhyggjukenndum og níðangurslegum greinaskrifum Sjálfstæðismanna í garð Álftaneshreyfingarinnar.  Þessi skrifvoru bæði ómálefnaleg og vöktu neikvæða athygli á Álftanesi. Skýringar á þessu virðast helst vera persónulegar, að Sjálfstæðismönnum hafi sviðið svo að missa áratugalöng heljartök sín á sveitarfélaginu en Sjálfstæðismenn deildu og drottnuðu á Álftanesi frá því fyrir síðasta Kötlugos og fram að kosningunum 2006. Það voru því Sjálfstæðismenn sem stýrðu uppbyggingunni hér en á kjörtímabilinu 2002-2006 fjölgaði fólki um 70% í sveitarfélaginu.Sjálfstæðismenn lokkuðu fólk til sveitarfélagsins með seiðandi Sírenusöng og fagurgala án þess að huga að skipulagi eða tekjuaukningu bæjarsjóðs sem rekinn er af útsvarstekjum og fasteignagjöldum því engin eru fyrirtækin. Samt tala þeir nú eins og Álftaneshreyfingin hafi tekið við frábæru búi og sett það á hausinn og verið snögg að því. 

Hvernig væri staðan ef Sjálfstæðismenn hefðu unnið síðustu kosningarnar? Við skoðun á kosningaloforðum þeirra þá er ekki að sjá að mikil ráðdeild hafi verið boðuð heldur þvert á móti: Risamannvirki á borð við þjónustumiðstöð og tónleikasa láttu að rísa og hrista átti nýjan golfvöll og smábátahöfn fram úr erminni svo fáein dæmi séu nefnd af því sem Sjálfstæðismenn lofuðu þá hróðugir. Í þeim kosningum  höfnuðu Álftnesingar sérhagsmunagæslu,verktakapólitík og forljótu miðbæjarskipulagi sem líktist mislukkuðu úthverfi í Austur- Evrópu og tók ekkert mið af náttúru eða mannlífi og Sjálfstæðisflokkurinn missti ítök sín.

Álftaneshreyfingin fékk ekki langan tíma til að láta til sín taka fram að hruni. Á þeim tíma var þó stjórnsýslan opnuð og farið í ýmsar aðhaldsaðgerðir. Álftaneshreyfingin tók við myntkörfulánum sem árin áður höfðu skapað gengishagnað en hrundu yfirsveitarfélagið haustið 2008. Ef sundlaugin rómaða væri tekin út fyrir sviga hefur enginn getað bent mér á neina ákvörðun sem Álftaneshreyfingin tók sem leitt hefur til verri skuldastöðu. Sundlaugina er rétt að taka út fyrir sviga því allir flokkar stóðu jafnt að þeirri byggingu, þetta er okkar Perla hér á Álftanesinu. Það má þó ekki gleymast í þeirri umræðu að sú sem var fyrir var míglek og dæmd ónýt. Menn mega heldur ekki gleyma því að sú nýja er ósköp venjuleg sundlaug þótt rennibrautin sé stór, sá hluti vegur minnst af kostnaðinum. Það er heldur ekki eins og skuldbindingin sé í formi kúluláns sem á að greiða upp í vor heldur er hún til 30 ára.

En þetta er fortíðin. Hvað nú? Mér finnst jafn gott að búa á Álftanesi og fyrir hrun, enn er jafn mikið víðsýni og enn heyrist skóhljóð tímans jafnvel og áður á þessum sögufræga stað. Framtíðin liggur ekki síst í hugarfarinu. Hún liggur til skemmri tíma í að jafna hlut sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en til lengri tíma er e.t.v. nauðsynlegt að sameinast öðru sveitarfélagi og ná þeim samlegðaráhrifum sem því fylgir. Þar er Reykjavík fyrsti kostur Álftaneshreyfingarinnar. Þær grænu áherslur sem þar eiga hljómgrunn höfða til okkar, stjórnsýslan er skýr, þjónustustigið hátt og framtíðarmöguleikarnir við sameiningu ótæmandi. Þá er rétt að halda því til haga að á Álftanesi er meðalaldur íbúa mjög ungur. Það eru því margir framtíðar útsvarsgreiðendur í bænum ef fólk verður ekki fælt  í burtu með álögum og svartagallsrausi.

Barbafjölskyldan getur breytt sér í allra kvikinda líki, eins og allir vita. Það gera Sjálfstæðismenn líka alltaf fyrir kosningar og sveipa sig þá áru með bleikum, rauðum og grænum litatónum. Raunveruleikinn er þó annar og það er þess vegna sem samfélaginu öllu blæðir. Því má ekki gleyma.

Tumi Kolbeinsson, höfundur skipar 10. sæti á lista Álftaneshreyfingarinnar


Sjálfstæðismenn hækka skatta!

Hrafnkell Tumi skrifar: Sjálfstæðismenn, sem eru í meirihluta sveitarstjórnar áÁlftanesi, hækkuðu útsvar um 10% og fasteignagjöld um 43% fyrir árið 2010.Þetta gengur þvert á yfirlýsta stefnu flokksins um leiðina út úr þrengingunumen hún er að hækka alls...

Fjölskyldudagur í fjörunni

Á-listinn verður með fjölskyldudag í fjörunni við Bakka á laugardaginn, 15. maí. Dagskráin hefst klukkan 13 með u.þ.b. klukkustundar göngu og skoðunarferð, með leiðsögn tveggja sjávarlíffræðinga, út í Eyvindastaðahólmann. Að því loknu verður stutt ávarp,...

Kynningarefni Á-lista fyrir sveitastjórnakosningarnar 2010

Fyrsta kynningarrit nýs framboðslista Álftaneshreyfingarinnar var dreift í hús á Álftanesi í apríl (eins og sjá má hér neðanmáls). Næst á dagskrá er fjölskyldudagur, með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá og útiveru. Nánari upplýsingar verða kynntar í...

Nokkrar staðreyndir um sundlaug Álftaness

Rannveig Anna Guicharnaud skrifar: Sundlaug okkar Álftnesinga hefur verið gerð að táknmynd fjárhagsvandræða líkt og tómur glerturninn á Höfðatorgi, í jaðri fjármálahverfis Reykjavíkurborgar, er oft tengdur við offjárfestingu í byggingariðnaði. Heyrst...

Af eignarhaldi íþróttamannvirkja

Bergur Sigfússon skrifar: Á síðasta íbúafundi sem bæjarstjóri hélt í íþróttahúsinu spunnust nokkrar umræður á eignarhaldi á íþróttamannvirkjum. Spurt var hvort sveitarfélagið myndi eiga íþróttamannvirkin að loknum 30 ára leigutíma. Sigurður Magnússon,...

Á-listinn vill könnunarviðræður við Reykjavík

Ánægjulegt að Dagur er jákvæður að fara í viðræður við Álftanes og aukna samvinnu á höfuðborgarsvæðinu öllu. Á-listinn á Álftanesi hefur lagt til í bæjarstjórn þar að teknar verði upp könnunarviðræður við Reykjavík um sameiningu meðan að sjálfstæðismenn...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband